Skírnir - 01.01.1926, Síða 87
.'Skímirj
Lestur og lesbækur.
77
ráð fyrir, ætti að vera nokkuð öðru vísi fyrir komið. —
Biblíusögur yrðu annaðhvort með þeirri gerð, sem þær hafa
haft að jafnaði, eða valdir biblíukaflar.
Náttúrufræðisbækur tel ég tvær. Fyrri bókina vildi ég
miða við það, að hún kæmi næst á eftir æfintýrabókunum.
Hún ætti því að fjalla um algengustu dýr, fyrst og fremst
húsdýrin, lifnaðarhætti dýra og dýrasögur. Efni mætti t. d.
fá úr Dýravininum og dýrasögum Þorgils gjallanda o. s. frv.
Þá ætti og í þessari bók að hafa kafla um merkustu erlend
dýr, t. d. ljón, fíla, apa, maura o. s. frv., ritgerðir eða sög-
ur um líf þeirra og lifnaðarhætti. — Síðari bókin, sem ætl-
uð væri efri bekkjunum, fjallaði að sumu leyti um svipað
efni, en frá þroskameira sjónarmiði. Þar ætti og að vera
lýsingar á útliti og skapnaði dýra og jurta, einkennum og
lífsskilyrðum, en auðvitað aðeins í stórum dráttum, krydd-
að sögum og öðru því, sem orðið gæti til skilningsauka og
;skemtunar. Loks nokkur atriði úr mannfræði.
Lesbækurnar í íslandssögu og almennri sögu ættu að-
allega að fjalla um persónusögu, en viðfangsefnin mætti
velja svo, að jafnframt gæfist tækifæri til þess að kynnast
merkilegum tímabilum sögunnar, sem afburðamennirnir eru
við riðnir. Úr íslandssögu nefni ég þessi dæmi til skýr-
ingar því, er fyrir mér vakir: Landnámssaga Ingólfs eða
Skallagríms; valdir kaflar úr íslendingasögum; biskupar eins
og Jón Ögmundsson, Gissur Einarsson, Jón Arason, Guð-
brandur, Jón Vídalín; höfðingjar eins og Snorri Sturluson
•og Skúli Magnússon; sögur um erfiðleika og þrengingar,
drepsóttir, gos, hallæri, einokun; sögur um viðreisn andlega
og efnalega, t. d. um Eggert Ólafsson og Fjölnismenn, eink-
um Jónas og Tómas. — Úr almennri sögu nefni ég þessi
atriði sem dæmi: Alexander mikli, Leonidas, Demosthenes,
Perikles; Attila; Cæsar, Augustus, Neró; Karl mikli; Lúðvík
14, sögur frá stjórnarbyltingunni miklu, Napóleon; Kolum-
bus; Luther; Friðrik mikli, Bismark; Elisabet Englandsdrotn-
ing, Gladstone; Washington, Benjamín Franklin; Ólafur
Tryggvason, Ólafur helgi; Gustaf Vasa, Gustaf Adolf, Karl
12.; Kristján 4; Pétur mikli o. s. frv.