Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 88
78
Lestur og lesbækur.
[Skirnir
í landafræðislesbók hygg ég að leggja ætti fyrst og
fremst áherzlu á að skýra skiljanlega og skemtilega ýmis
grundvallarhugtök, svo sem knattmyndun jarðar og stöðu
hennar í sólkerfinu; belti jarðarinnar og gróðurmun; áttir á
landabréfi; sléttlendi og fjalllendi (eyðimerkur, steppur,
præriur, mýrar og fen; hásléttur; fjöll með gróðri og gróð-
urlaus; fjallgarða; eldfjöll, jökla, skriðjökla); mun á lífi og
atvinnu í sveit og við sjó; mun á sveita og (stór)borga-
lífi. Því næst ættu að vera i þessari bók lýsingar sér-
kennilegra landa og þjóða, lýsingar á siðum og lifnaðar-
háttum þjóða og þjóðflokka og valdir kaflar úr ferðasög-
um, víðs vegar utan úr heimi.
íslandsbækur ættu að vera tvær, auk íslandssögubók-
ar, sem áður er lýst. Fyrri bókin ætti að vera landfræð-
islegs eðlis, eins konar íslandslýsing, en auðvitað ekki með
neinum ítarlegum upptalningum. Hún ætti að styðjast við
hinar almennu lýsingar landfræðisbókarinnar, lýsa ásigkomu-
lagi landsins, bygð og óbygð. Þar ættu að vera skýrar og
skemtilegar lýsingar á ferðum á sjó og landi, um sumar
og vetur, uin æfintýri og örðugleika og margt, sem fyrir
augun ber. Hún ætti að draga upp myndir af fegurð lands-
ins, þar sem hún er sérkennilegust, jafnt í frjóum bygðum
sveitum sem hrikalegum óbygðum. — Hin bókin, sem er
nýjung, ætti að fjalla um þjóðina, uppruna hennar, líf og
lifnaðarhætti. Ég hugsa mér, að bókin væri í þremur þátt-
um. Einn þátturinn væri lýsing á helztu atvinnuvegum
í sveit og við sjó: kaflar um fiskveiðar fyr og síðar, í opn-
um bátum, á þilskipum og botnvörpungum; um þorsk-, hval-
hákarla- eða selveiði og um síldveiðar; um fuglaveiðar,
bjargsig og dúntekju; um laxveiðar; um gegningar, sauð-
burð, fráfærur, fjallgöngur, réttir og um heyskap. — Annar
þáttur ætti að vera um margvíslega lifnaðarhætti, um ýmis-
legt sérkennilegt í lífi manna, fornt og nýtt: um verstöðvar,
lokadag, lesta- og skreiðarferðir; um heimilislíf í sveit og við
sjó; um »vökuna«; um töðugjöld, jólamat og jólasiði o. s. frv.
— Þriðji þátturinn ætti að hafa að geyma valdar lýsingar
á helztu atriðum þjóðfélagsskipulagsins. Þar ættu að vera