Skírnir - 01.01.1926, Síða 89
Skírnir] Lestur og lesbækur. 79
kaflar um löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald;
um fyrirkomulag stjórnar í sveitar- og bæjarfélögum; um
lög og borgaralegar skyldur; um stéttir; um sjálfstæði vort
og samband við aðrar þjóðir o. s. frv.
Stærðfræðisbókin ætti að fjalla um tölur, fleti og rúm
jöfnum höndum. Þar ættu börnin að kynnast grundvallar-
atriðum þessara greina, ekki aðeins í sjón, heldur og í reynd.
í bókinni mundu þau lesa um ferhyrninga, þríhyrninga, keil-
ur o. s. frv. og þetta ættu þau svo að geta fundið hér og
þar í kringum sig. Bókin ætti að kenna þeim að mæla fleti
og ákveða rúmtak og út frá því ættu þau svo að mæla
gólfið í skólastofunni og veggi, glugga og hurðir, skóla-
húsið sjálft o. s. frv., og Iæra að greina í sundur eftir lög-
un og stærð. Bókin ætti að gefa þeim hugmynd um mæli-
kvarða og hlutföll, stækkuð og smækkuð, og þessari þekk-
ingu ættu þau svo að beita við það, sem þau hafa mælt
og kannað. Þau ættu að teikna í smækkuðum hlutföllum
það, sem þau hafa mælt, og gera eftirlíkingar af því úr
pappa eða öðru slíku. Þau ættu að læra að smækka og
stækka landabréf eftir mælikvarða o. s. frv. — í þessari
bók mætti og hafa mikið af skrítnum og skemtilegum dæm-
um, sem allir kannast við úr innlendum og erlendum skemti-
blöðum. Þá mætti einnig taka í bókina »íklædd« dæmi,
sem vel mættu hverfa að miklu leyti úr hinum almennu
reikningsbókum, einkum þau, sem eru svo vetrarlega búin,
að varla er meðfæri barna að færa þau úr umbúðunum.
í lesbókinni mætti vera eitthvað af þeim og skyldu þá
börnin að jafnaði leysa úr þeim með samvinnu, og aðstoð
kennara, ef á þyrfti að halda. í reikningsbókunum (þeim,
sem ætlaðar eru til náms) ætti að minni hyggju að leggja
alla áherzlu á að skapa leikni í almennum reikningsaðferð-
um, en sleppa gagnslitlum »kúnstum«.
IV.
Af því, sem nú er sagt, munu menn geta ráðið, hvernig
ég hugsa mér efni þessara lesbóka í aðalatriðum. Þó má
engínn skilja þau atriði, sem ég hef nefnt, öðru vísi en