Skírnir - 01.01.1926, Page 90
:80
Lestur og lesbækur.
[Skírnir
sem bendingar um íyrirkomulagið. Það væri þeirra verk,
sem semja ættu bækurnar eða ráða tilhögun þeirra, að
ákveða til fullnustu, hvað taka bæri og hverju sleppa.
Mér er það ljóst, að verulega mundi velta á því, hvernig
valið tækist á þeim mönnum, sem ættu að semja eða safna
í bækurnar. Þeir yrðu fyrst og fremst að vera glöggir á
eðli og gáfur barna. Þeir mættu aldrei missa sjónar á því,
að bækurnar yrðu ætlaðar börnum, en ekki fullorðnum.
Þeir mættu ekki heldur hugsa svo um samhengi í frásögn,
að það glataðist, sem mestu máli skiftir, að efnið sé við
hæfi barna og svo ítarlega rætt, sem þörf er á. Að vísu
þyrftu þessir menn að vera sæmilega fróðir um þau efni,
sem þeir lýsa, en engin nauðsyn er, að þeir væru beinir
sérfræðingar í þeim greinum. Mér er næst geði að segja,
að þeir, sem sízt ættu að fást við samningu þessara bóka,
séu einmitt sérfræðingarnir, því að mjög er hætt við, að
þeir mundu meta fræðin meir en góðu hófi gegnir. Hitt
er annað mál, að æskilegt væri, að þeir færu yfir alt að
lokum, svo að víst væri, að sagt væri rétt frá öllu.
Ég hugsa mér, að einum manni eða fáskipaðri nefnd
væri falin umsjón og yfirráð við samningu þessara bóka.
Þessi stjórn mundi ákveða fyrirkomulag bókanna og í að-
aldráttum, hvað í þær skyldi tekið. Síðan fengi hún menn
til að semja eða safna. Oft mundi það eiga vel við, að
stofnað væri til samkepni um samningu tiltekinna kafla og
yrði þá heitið góðum ritlaunum fyrir það, sem valið yrði.
Þetta mundi t. d. vera ráðlegt, þegar skrifa ætti urn atvinnu-
vegi vora og lifnaðarhætti. Margir pennafærir menn mundu
hafa ánægju af að spreyta sig á lýsingum á siðum og vinnu-
brögðum, sem þeir eru gagnkunnugir og hafa mætur á. Og
þegar fyrirfram væri ákveðið, hversu langur hver kafli
mætti vera, þá þyrfti ekki að óttast óþarfar orðalengingar
eða mælgi. En þegar margir semdu sömu bók mundi það
vinnast, að frásögn og mál yrði breytilegra og fjölskrúð-
ugra en vera mundi hjá einum manni.
Erfitt er fyrir mig að geta mér til, hversu stórar þess-
ar bækur mættu vera. Ég hugsa mér, að þær mættu vera