Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 91
Skirnrr]
Lestnr og lesbækur.
81
10—13 arkir eða 100—200 biaðsíður að meðaltali. En þetta
yrði rannsóknarefni fyrir þá, sem ráða ættu bókunum. En
bækurnar ætti að gefa át á kostnað ríkissjóðs eða með
riflegum styrk úr honum, því að þær ættu að verða af-
aródýrar.
Sjálfsagt mundu forráðamenn bókanna gera sér í hug-
arlund, í hvaða bekkjum bækurnar yrðu aðallega notaðar,
því að eftir því færi nokkuð, hversu veigamikið efnið mætti
vera og hvernig framsetningin og frásögnin. Annars mundu
bækurnar vera notaðar eftir því sem hentast þætti í hverj-
um skóla, hver af annari eða hver með annari. Það liggur
:í hlutarins eðli, að i öllum þeim 5 bekkjum, sem hér ræðir
um, yrðu að vera bekkjarkennarar, aðeins einn kennari í
hverjum bekk, nema ef til vill í sérstundum. Getur þá
•kennarinn farið yfir lesbækurnar eins og honum þykir bezt
við eiga, haldið áfram með sömu lesbókina eða breytt til,
•eftir því sem hann finnur, að áhugi barnanna er. Framan
af og kannske alla tíð ætti hann að ræða og skýra hvern
kafla áður en hann er lesinn. Hann ætti að nota myndir
til skýringar, hve nær sem því yrði við komið, póstspjöld,
myndir í blöðum og bókum og skuggamyndir, því að hver
skóli, mér liggur við að segja, hver bekkur, ætti að hafa
einfalda skuggamyndavél, sem fá má fyrir sáralítið verð.
Myndir eru afargagnlegt kenslutæki, ekki sízt við kenslu
barna, því að börn eru framan af miklu frekar »sjónarverur«
en »heyrnarverur«, eins og gáfaður uppeldisfræðingur hefur
komist að orði. Stundum þyrfti að vanda undirbúninginn
undir lesturinn enn meir. Ég skal Iýsa hér einu dæmi.
Setjum svo, að börnin ættu að lesa um stórborgir eða
stórborgalíf. Er nú nokkur von um, að þau geti gert sér
grein fyrir miljónaborg, án verulegra skýringa? Ég hugsa
mér fræðsluna fara þannig fram, þar sem það er hægt, t. d. í
Reykjavík: Kennarinn fer með börnin á horn við fjölförn-
ustu götu bæjarins. Hann bendir þeim á húsaraðirnar og
biður þau að gera sér í hugarlund útlitið, ef hvert hús
stæði fast við annað, ef bætt væri 1, 2, 3, 4 hæðum ofan
á ein- og tvílyptu húsin, ef gatan væri orðin helmingi
6