Skírnir - 01.01.1926, Page 94
Jesúítareglan.
Ettir Guðbrand Jónsson.
Sagan eða tilviljunin, hvort nafnið sem menn vilja
heldur, getur oft og tíðum verið kynleg. Það getur stund-
um, þegar hún er sem svipmest, brugðið fyrir hjá henni
eins og hálfgert barnalegum oddborgarabrag. Henni getur
þá svipað til einfaldrar sveitakonu, sem þykir það mesta
höfuðprýði heimilis síns að hafa tvær myndir samstæðar á
þilinu í stofunni sinni. Það hendir einmitt söguna svo
þráfaldlega að seilast eftir samstæðunum.
Tímibili hinnar miklu trúarbragða-byltingar — siða-
skiftanna — svipar að mörgu leyti til þess tíma, er vér
lifum nú á. Fyrirkomulag er orðið of gamalt i garði, er
orðið ellihrumt og stirt. Allir sjá það og allir játa það
og allir vilja reyna að bæta úr því. En umbótahugurinn
glæðir hjá sumum ástina á þvi góða í fari hins gamla.
Þeir vilja þá láta það lifa, hressa það, senda það til Steinachs
og láta það kasta ellibelgnum. Hjá öðrum eyðir hann
aftur á móti alveg virðingunni fyrir því, sem er, þeim sýn-
ist það vera hræ, sem þarf að urða hið bráðasta og bæta
einhverju spánnýju í skarðið, — þeir verða þyltingamenn.
Nú á dögum er það stjórnskipulag ríkjanna, er straum-
hvörfunum veldur. Menn vilja ýmist og með ýmsu móti
hressa við fyrirkomulagið, sem er, og halda að það takist
að blása í það nýju lífi (frjálslyndir íhaldsmenn, umbótamenn
og sósíaldemokratar). En aðrir halda, að bezt sé að rífa
það niður til grunna og byggja nýtt á rústunum, eða jafn-
vel ekkert (bolsvíkingar, stjórnleysingjar). Og tvö manna-
nöfn eins og marka skoðanirnar, hvort öðru andstætt að
því er takmarkið snertir, en samstæð eins og öfgar sprotn-