Skírnir - 01.01.1926, Side 96
86
Jesúítareglan.
[Skírnir
Don Inigo Lopez de Recalde hét regluhöf-
undurinn réttu heiti, og var fæddur 1491 í höll föður
síns Loyola norður við Biskayaflóa, skamt frá landa-
mærum Navarra og Kastilíu. Hann var alinn upp við
hirð Ferdinands kaþólska í öllum riddaralegum dygðum
og kunnustu. Þá var lífi riddara í mörgu svo varið, að
það líktist munklífi. Sterk trú og barnsleg, kristilegar
dygðir og vígreift hjarta var alt undir sama panzara.
Hafði Don Inigo mestu ánægju af riddarasögum og rímum
og kvað sjálfur rímur af Pétri postula. Ferdinand kaþólski
hafði, er hann kvæntist Isabellu, náð öllum Spáni undir
sína krúnu nema Granada og Navarra. Lagði hann kapp
á að vinna hvorttveggja, og náði 1515 syðri hlutanum af
Navarra. Eftirmaður hans, Karl keisari V., hélt áfram þeirri
viðleitni. En það voru fleiri um boðið, því Frakkar seild-
ust líka eftir því ríki. Árið 1521 gaus upp ófriður milli
Karls keisara og Franz I. Frakkakonungs, og settist lið hans
það sama ár um Pamplona, höfuðborgina í Navarra, en þar
var fyrir setulið Karls. Var Don Inigo þá orðinn höfuðs-
maður í liði keisara, og sat fyrir þar í borginni og varðist
þar með mikilli hreysti, en bar þó skarðann hlut frá borði,
því hann hlaut tvö illkynjuð sár, og var fluttur heim til
Loyola. Meðan hann lá stytti hann sér stundir með ridd-
arasögulestri, en meðal þeirra bárust upp i hendur hans
tvö rit »Blóm heilagra« og »Æfi Krists« eftir Ludolf Kart-
húsamunk.
Vegna sára sinna sá Don Inigo fram á, að hann myndi
ekki mega leita sér frekari frama í hernaði og höfðu því
þessi rit afarmikil áhrif á hann. Hann afréð að leggja á
sig meinlæti dýrðlinganna og breyta eftir þeim. Og hann
vék ekki frá því áformi síðan, þó að freistingar holdlegra
fýsna og alkyns efasemdir ásæktu hann. Á sjúkrabeðinum
runnu þeir saman í eðli hans guðsinaðurinn og hermaður-
inn, og hann varð við hvorugan viðlosa úr því. Þvi er það,
að regla hans, þó að hún að vísu væri guði vígð, hefur á
sér hersnið, og varð það henni til blessunar um daga Ig-
natíusar, en leiddi hana afvega að honum látnum. Don