Skírnir - 01.01.1926, Page 97
Skírnir]
Jesúítareglan.
87
Inigo Lopez de Recalde var úr sögunni, en hermaður guðs
Ignatíus Loyola var komin í staðinn.
Ignatíus Loyola lagði nú (1522) af stað til Benedikts-
munkaklaustursins á Montserrat. Hann var ekki eins og
oft vill verða um þá, sem snögglega taka andlegum stakka-
skiftum, sligaður af byrði syndanna. Hann var í víkings-
móði og ætlaði sér að vinna meinlætaafrek helgra manna,
svo hann mætti jafnast við þá. En að öðru leyti var
honum óljóst, hvað hann ætlaði fyrir sér.
Hann fór þaðan til Manresa í Katalóniu og dvaldi þar
1522—23. Þar greip hann kvíði og óumræðilegar efasemd-
ir um það, hvort hann væri guði þekkur og hvort guð
vildi leggja lag sitt við hann. Svo urðu þær miklar að
Ignatíusi flaug í hug að steypa sér út um glugga til að
stytta sér aldur, og strandaði sú fyrirætlun á engu nema
5. boðorðinu.
Þessi kvíði Ignatíusar minnir ósjálfrátt á vandræði og
■efasemdir Lúthers 20 árum áður. En leiðir þeirra út úr
þeim voru gjörólíkar. Lúther komst úr ógöngunum fyrir
trúna á friðþæginguna fyrir Krist án allra góðra verka.
Ignatíus komst að annari niðurstöðu. Það yrði að ganga
á móti hinu illa í manninum og reka það á flótta með
manndáð, en til þess þyrftu menn að iðka andlega vopn-
fimi, svo menn reyndust vel vígir í þeirri viðureign. Fyrir
því eru »exercitia spiritualia« — andlegar heræfingar —
einn aðalliðurinn í uppeldi Jesúítans. Það sá þar á, að
Lúther var kyrsetu og lærdómsmaður, en Loyola hermaður.
Síðan komst efinn aldrei framar að í huga Ignatíusar.
Og nú stóð ekki heldur á því, að guð og heilagir færu að
umgangast hann, því hann sá hverja sýnina á fætur annari,
heilaga þrenningu og heilaga guðsmóður. Og nú fann hann
sér verkahring. Hann afréð að fara til Jerúsalem til að
berjast þar fyrir málefni Krists.
Þangað kom Ignatíus 1525, en hafði áður um skeið
hjúkrað sjúkum í Barcelona; þar var þá svarti dauði. Var að-
koman í Jerúsalem heldur köld. Ignatíus var hvorki prest-
■ur né munkur og hafði vitanlega verið grandalaus um það,