Skírnir - 01.01.1926, Side 101
'Skirnir]
Jesúítareglan.
91
Eí segja skal frá skipulagi reglunnar, er úr dálítið
vöndu að ráða. Það fer nefnilega tveimur sögum um það,
hvernig það sé. Öðrum megin stendur það, sem reglan,
vinir hennar og margir óvilhallir segja, hinum megin það,
sem óvinir hennar og margir engu síður óvilhallir halda
fram. Það er enginn ágreiningur um það, hvert hið opin-
bera og öllum sýnilega skipulag reglunnar sé, heldur er því
haldið fram, að til séu ýms lög og fyrirskipanir innan regÞ
unnar, sem séu jafnt almenningi sem kirkjustjórn, og jafn-
vel öllum þorra Jesúíta leyndar, en þessu neitar reglan af-
dráttarlaust. Er harla erfitt að skera úr þessu, því engir
-eru þar til frásagna nema Jesúítar sjálfir, en þeir eru auð-
vitað ónýt vitni um þetta efni. Sama er auðvitað að segja
um þá menn, sem hafa verið í Jesúítareglunni, en hafa úr
henni vikið einhverra hluta vegna, og slegist í flokk með
andstæðingum hennar. En sumt í lögum reglunnar, þeim
sem kunn eru, gæti bent til að þetta væri satt.
Þegar Lúther hóf kirkjubyltingu sína var kirkjan harla
óglæsileg. Prestarnir vantrúaðir og skeytingarlausir. Þeim
var sama um sálarástand fólksins. Þeir prédikuðu aldrei,
og messuðu ekki eða fóru með sakramentin nema þegar
ekki varð hjá komist, en létu sér nægja að þeir fengju
tekjur sínar með skilum. Hinsvegar lifðu munkarnir í klaustr-
um sínum og sungu tíðir nótt og nýtan dag, og gat það
vitanlega verið alluppbyggilegt fyrir munkana sjálfa, en
kom alþjóð að engu haldi. Það voru fleiri en Lúther
sem sáu þetta andlega sukk, en þeir þektu betur for-
ustuna en hann, vissu að það yrði að fara að engu óðs-
lega. Fullur af eldmóði óð hann með alveg réttmætar
kröfur, en afskaplegu brauki og bramli framan að kirkju-
stjórninni, en hún varð svo skelkuð við hávaðann, að hún
veitti viðnám, og rak þar með Lúther út í byltinguna. Leo-
pold von Ranke segir að Leo X. hafi kunnað rétta takið
á því máli, en það virðist þó tæplega geta staðist. 31. okt.
1517 festir Lúther upp setningar sínar og viðurkennir af-
látið fullkomlega í fimtu setningunni, og 30. maí 1518 skrif-
ar hann páfa: »Heilagi faðir, orð yðar eru orð Krists«. —