Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 104
94
Jesúitareglan.
[SkirniF
Deildirnar eru: Ítalía (5 héröð), Þýzkaland (6 héröð), Frakk-
land (4 héröð), Spánn (5 héröð) og England (4 héröð).
Hverju héraði stjórnar héraðsstjóri — provincial — kosinn
aí foringjanum til þriggja ára, en honum til aðstoðar eru
5—6 ráðgjafar — konsultórar — og einn áminnandi —
socius, — sem hefur það óveglega starf að gefa foringjan-
um skýrslur um sjálfan hann. Jesúítar búa að jafnaði margir
saman, og fyrir hverju sambýli er formaður — rektor —
og hefur hann ráðgjafa, sem og áminnanda, sem gefur
skýrslu um hann til héraðstjóra.
Það er þá tvent, sem er uppistaðan í valdi Jesúíta-
reglunnar: einveldi og kærur (delatio). En það er um
leið uppistaðan í öllu óláni hennar.
Einveldið öðlaðist hún þegar í upphafi, og lét það í
hönd foringjans. Páfastóllinn hefur fengið henni það vald,
glaður yfir hinni óvæntu hjálp á stjórnarbyltingartímunum,.
siðaskiftaöldinni, og fullur trausts á því, að óhætt væri að
fela Ignatíusi það, sem og óefað var. Hinsvegar hefur páfa-
stóllinn 1543 gengið skrefi of langt í þvi efni. Hann leyf-
ir þá reglunni — þ. e. auðvitað foringjanum — að breyta
löguin sínum eftir eigin geðþótta, og hafi þau breytt, án
páfastaðfestingar, sama gildi sem væru þau staðfest af páfa
(eo ipso Apostolica auctoritate præfata confirmatae cen-
seatur, Libri Instituti S. J. Antwerpen 1635: Litterae apos-
tolicæ 51), og er á þessu hert með bréfi páfa 14. okt. 1549.
Með þessu var skapað sérstakt löggjafarvald innan kirkj-
unnar, óháð páfastólnum, — ríki í ríkinu. Þeir gleymdu því
þarna báðir, páfinn og Ignatíus, að Ignatíus var ekki ódauð-
legur, og að þarna væri fengið öðrum mönnum, þegar akr-
ar reglunnar væru hættir að spretta ósánir, vald, sem miðað
var við skapgerð Ignatiusar eins, og af þvi hefur páfastóll-
inn stundum mátt súpa seyðið. Reglan líka.
Hvað kærumálunum (delatio) viðvíkur verður því ekki
neitað, að þau eru viðurstygð í borgaralegu lifi, hvað þá
heldur í félagsskap, þar sem einstaklingarnir ættu að starfa
af innri tilhneigingu, en auðvitað léttir það undir með for-
ingjunum að þekkja nothæfi hermanna sinna. í reglunní