Skírnir - 01.01.1926, Side 105
Skírnir]
lesúitareglan.
95 i
er hver settur til höfuðs öðrum, og mönnum skylt að bera
róg — öðru nafni er ekki hægt að nefna það, — hver um
annan í yfirmennina, og um þá í þeirra yfirmenn. Vitan-
lega eru Jesúítar með mannlegum brestum, og leiðir því
af þessu fyrirkomulagi álygar, reiði og hefndarhug. Svo
sem til að afsaka þetta kemst reglan nokkuð hranalega að
orði, er hún segir að »vorir menn (þ. e. Jesúítar) afsala
sér af frjálsum vilja öllum rétti til góðs mannorðs« (Con-
gregatio VI., Decr. 32, 1—4). Segði leikmaður þetta myndi
það vera nefnt cynismus, og kann ég ekki orð þar yfir
á íslenzku.
í tíð fyrstu þriggja foringjanna lifði hinn hreini og
ómengaði, upprunalegi andi. En, fjórði foringinn var afl-
laus maður, og í hans tíð brá hið mannlega eðli einstakra
manna innan reglunar á leik, og streita og reipdráttur um
völd og embætti hófst. 1581 varð Claudíus Aquaviva,
kaldhygginn veraldarmaður, foringi, og hann rak eins og
Jesúítar orða það, smiðshöggið á fyrirkomlag reglunnar.
í raun réttri breytti Aquaviva lögum reglunnar í engu,
en hann hætti að beita lögum hennar í anda Ignatíusar.,
Það var andi hroka og valdafíknar, sem hrakti burt armóðs
og auðmýktar anda Ignatíusar, þó alt væri rekið undir-
hans nafni. Og það er Jesúítaregla Aquaviva, en ekki Ig-
natíusar, sem fæðin hefur verið lögð á, og í öllum veru-
legum atriðum með réttu.
Eftir daga Aquaviva var auðmýktin alveg fokin út um
þúfur. í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar gaf hún út
minningarrit í Antwerpen, 1640 »Imago primi saeculi Socie-
tatis Jesu« (þ. e. mynd af fyrstu öld Jesúítareglunnar). I
riti þessu (bls. 73 ff.) segir, að lög Jesúítareglunnar séu
innblásin af Jesú og Maríu, Ignatíus hafi skrifað, en María
lesið fyrir. í sama riti er því haldið fram, að það. nægi til
eilífrar sáluhjálpar, að deyja í Jesúítareglunni. Á þessa lund
er öll þessi smeðjulega sjálfshólsmærð, og hafa Jesúítar
lengi verið í vandræðum með ritið, t. d. hefur Duhr sagna-
ritari Jesúíta á öldinni sem leið, reynt að þurka það af