Skírnir - 01.01.1926, Síða 106
96
Jesúítareglan.
[Skírnir
reglunni (Jesuitenfabeln, Paderborn 1904, bls. 506) en það
er ekki hægt, því prentleyfi reglunnar stendur á titilblaðinu.
Það er nógu gaman að sjá, hve andi sá er ríkti hjá
hinum upprunalegu Jesúítum (Ignatiana mætti nefna þá
eftir Ignatíusi í mótsetningu við Aquavista, Jesúítana eftir
daga Aquaviva) er frábrugðinn anda Aquavistanna.
Þegar Frans Xaver stjórnaði reglunni á Indlandi hafði
verið afráðið, að koma upp Jesúítastöð í Kotsjin. Hafði
einum félaga hans með refjum tekist að sölsa undir regl-
una kirkju miskunsemdarbræðralagsins þar í borginni, að
því þvernauðugu. Er Frans kom þangað og frétti þetta,
varð hann afarsár og ávítti reglubróður sinn harðlega. Hann
kallaði síðan öll æðstu yfirvöld bæjarins og félaga bræðra-
lagsins i kirkjuna, sagði að sér þætti mikið fyrir, að bræð-
ur hans hefðu sýnt þennan yfirgang, sem hvorki væri guði
né hinni blessuðu jungfrú til dýrðar, né samboðin Jesúíta-
reglunni; hann bað síðan bræðralagið fyrirgefningar og af-
henti því lykla kirkjunnar með knéfalli. — Þetta er nokkuð
annar andi, en síðar birtist.
Það var ekki auðmýktin ein, sem Aquavistarnir sáu
fyrir. Fátæktin fór líka forgörðum, þegar reglan fór að verða
knúin fyrir afli vanans í stað hugsjónanna. Ekki svo að
skilja, að hinir einstöku Jesúítar ættu neitt frekar en áður,
en reglan var orðin rík. Það var auðvitað svo til ætlast
í öndverðu, að reglan sem heild eignaðist fé eins og aðrar
reglur, til að koma hugsjónum sínum í framkvæmd, en
þegar frumandinn var horfinn, varð þessi sameign allra reglu-
bræðra í raun og veru að auðæfum fyrir hvern einstakling,
svo fátæktin varð sjónhverfing. Hin sjálfsagða féþörf reglna
verður fjarska oft að illkynjaðri sóttkveikju í þeim. Auð-
æfi Jesúítanna voru mikil. T. d. áttu þeir um miðja 18. öld
á Frakklandi einu 58 miljónir franka (Crétineau-Joly: His-
toire de la Compagnie de Jésus, Paris 1844 V, 275). En
ágirndin óx með eyri hverjum, og því miður voru aðferðir
reglunnar ekki alt af sem heppilegastar, sérstaklega fór
hún með ýmislegt verzlunarbrask. Þarf þar ekki að nefna
annað en verzlunarrekstur Jesúítans Lavalette á eyjunni