Skírnir - 01.01.1926, Page 107
Skírnir]
Jesúitareglan.
97
Martinique; hann för á höfuðið 1761, og skuldaði þá 2,400,000
Livres, og var Jesúítareglan 1762 dæmd til að borga megn-
ið af því. Páfarnir voru ekki blindir fyrir þessu. Urban VIII.
hafði með bréfi 22. febr. 1622 (Ex debito) bannað öllum
reglum að fást við kaupskap, en sérstaklega nefnt til Jesú-
ítaregluna, og sama gerði Klemens IX. 17. júní 1669 með
hörðum ávítunarorðum (Sollicitudo pastoralis). En það
kom fyrir ekki. Reglan fór oftast ekki eftir páfanum nema
hún væri honum sammála, svo hlýðnin fór í raun og veru
líka út um þúfur.
Þegar Caraffa kardínáli, stofnandi Theatínareglunnar, varð
páfi 1555 með nafninu Páll IV., var ekki nema vonlegt að
hann færi að reka á eftir kirkjuþinginu í Trient, að koma
einhverju af, því hann var einn af þeim, sem fyrstur hafði
séð að kirkjan þurfti nauðsynlega umbóta við, og það var
líka von, að hann styddist við Jesúítana í tilraunum sínum
1 þá þátt. Reglan var að mörgu leyti sniðin eins og Thea-
tínareglan hans, en hafði meira gengi. Það var því fyrir hans
tilstilli að Jesúítarnir Salmerone og Lainez urðu aðal-
guðfræðingar kirkjuþingsins í Trient, og svo að segja
skópu guðfræðikerfi það, er þingið gekk frá. En upp frá
því urðu afskifti Jesúíta mikil af vísindalegri guðfræði, og
var í fyrstu ekkert út á þá starfsemi að setja. Varla var
þó Aquaviva orðin foringi reglunnar fyr en rithöfundar
hennar opinberlega fóru að skeika af grundvelli kirkjukenn-
ingarinnar, eins og þingið í Trient hafði ákveðið hana.
Fyrsta ritið í þá átt var eftir Lois Molina »Um frjálsan vilja
mannsins« (Lissabon 1588). Og úr því var reglan alt af að
fjarlægjast kenningar kirkjunnar meir og meir, aðallega að
því er snerti það, hvað leyfilegt væri samkvæmt siðalög-
málinu (casuistik).
Jesúítareglan sjálf hefur aldrei sett fram neinar kenn-
ingar, hvorki um þetta efni né annað, en það hafa reglu-
bræðurnir gjört hver eftir annan. Og þar eð þeir mega
ekkert birta nema með samþykki reglustjórnarinnar, ber
reglan auðvitað ábyrgð á því, sem hinir einstöku reglu-
bræður setja fram.
7