Skírnir - 01.01.1926, Síða 108
98
Jesúitaregran'.
[Skírnir
Það er almennt hatt eftir Jesúítum, eða Jesúítareglunni,
að »aðferðin helgist af tilganginum«, en svona orðaða kenn"
ingu hefur hvorki reglan, né nokkur reglubróðir sett fram,;
heldur er þetta »sIagorð,« sem andstæðingar hennar hafa
notað í deilunni við hana. En hitt er satt, að þessi setn-
ing er í fullu samræmi við kenningar rithöfunda Jesúíta-
reglunnar, þegar hún var sem voldugust.
Það er auðgefinn hlutur, að það getur orðið erfitt
fyrir viðskiftamann að standast samkepni þeirra, sem ekkf
sjást fyrir, ef hann þræðir brautir kristilegs siðalögmáls, og
á það auðvitað lika við kirkjulega reglu, sern lendir í við-
skiftabraski. En Jesúítareglan rak stórkostleg viðskifti, banka-
störf, verksmiðjuiðnað og fleira. Henni gat því oft komið vel
að almenningur hefði siðfræðilegar skoðanir, er samrýmdust
eðli slíks atvinnureksturs. Af þessu spratt hagkvæmiskenning
Jesúíta (probabilismus) að vísu ekki, en hún saug þrótt af því..
Þessi kenning fjallar aðallega 1.) um meðferð sann-
Ieikans, 2.) um að hve miklu leyti syndir séu réttmætar (»að-
ferðin helgast af tilganginum«), og 3.) um þjóðarfullveldf
og þjóðhöfðingjamorð.
Það er ekki hægt að lýsa þessum skaðvænlegu kenn-
ingum Jesúítanna hér nema með dæmum úr ritum þeirra^
hitt yrði oflangt mál.
Meðferð sannleikans lýsir Jesúítinn Delrio í »Dis-
quisitionum magicarum libri VI.« Köln 1679 bls. 768: »Lýgi
er i sjálfu sér siðferðislega vond. En eftirtakandi er, að‘
það er sitthvað að segja eitthvað ósatt eða dýlja eitthvað-
satt, svo sem er vér að vísu ekki ljúgum heldur tölum
tvírætt, því það er bæði slægviturt og leyfilegt.« Þetta er
ófagurt siðalögmál, en lakara er þó, að sami höf. á sama
stað leyfir svo nefndan hugarundandrátt (reservatio eða
restrictio mentalís): »Dómara er heimilt að segja við kærð-
ann, að hann ráði honum tíl þess í einlægni að játa á sig,.
með því muni hann bjarga Iífi sínu, því það má til sanns
vegar færast, ef átt er við eílíft líf, sem er hið sanna líf.«
Um það, hvort syndir séu leyfðar, segir Jesúít-
ínn Castropalao í »Opera moralia«, pars prima, tom I, 47&