Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 109
Skírnir]
Jesúitareglan.
99
Leyden 1669): »Hitt er álitamál hvort syndin sé ekki af-
sakanleg, ef þú drýgir hana í góðum tiigangi............ég
hallast að þessari skoðun (bls. 478).« Og Jesúítinn Tam-
burini segir í »Theologia moralis« Feneyjum 1726 I. 151:
»Þar eð nú leyfilegt er að leyfa synd í góðum tilgangi.«
Dæmi þau, sem oftast fylgja kenningunum til skýringar,
bera venjulega vott um ekki litla hugarspillingu.
Kenning Jesúíta um þjóðarfullveldi var aftur á
móti langt á undan sínum tíma, og svarar alveg til þeirra
skoðana, sem nú ríkja þar um, en þóttu óalandi og óferj-
andi í þá daga. Það voru aðallega Jesúítarnir Bellarmín
kardínáli og Mariana, sem þeim skoðunum héldu fram. Þeir
neituðu því með fullum rétti, að þjóðhöfðingjar hefðu tekið
vald sitt beint af guði (guðsnáðarkonungdómur), en héldu
því fram, að ríkisvaldið væri eign lýðsins, sein hefði fengið
þjóðhöfðingjunum það, og gæti hann því svipt þá því aftur,
ef svo byði við að horfa. En Juan Mariana gekk skrefi
framar. í riti sínu »De rege et regis institutione« (þ. e.
Um konung og konungsuppeldi, Toledo 1598) kennir hann
að furstamorð sé heimilt, ef ekki verði við furstann losn-
að með öðru móti. í 6. kap. ritsins segir hann: »Og geti
ríkið ekki varið sig með öðru móti, þá er samkvæmt sjálfs-
varnarréttinum og af eigin valdi (lýðsins) heimilt að drepa
fursta, sem er óvinur heildarinnar, með járni (þ. e. egg-
vopni).« Að vísu bannar höf. í 7. kapítula að gefa þjóð-
höfðingjum eitur »en þó, segir hann, er frá því undantekn-
ing, nefnilega ef sá, sem ráða skal af dögum, ekki er kúg-
aður til að drekka eitrið, heldur verði eitrinu komið á hann
útvortis, án hans tilverknaðar, t. d. ef svo mikill kraftur sé
í eitrinu, að stóll, eða fat, sem því er roðið á, sé banvænt.«
Þarna er auðvitað síðari villan verri hinni fyrri. Þessar
kenningar eru svo langt norðan og neðan við alt siðalög-
mál Krists, að það getur hver maður séð. En prentleyfið
framan á ritinu sýnir, að það er skoðun reglunnar, sem hér
fer. Það er dags. í Madrid 2. des. 1598, og hljóðar svo:
»Ég Stephan Hojeda, visítator Jesú hersveitar í héraðinu
Toledo, leyfi samkv. sérstöku umboði foringjans Claudius
7*