Skírnir - 01.01.1926, Page 110
100
Jesúitareglan.
[Skírnir
Aquaviva, að þrjár bækur »Um konung og konungsuppeldi«
eftir síra Jóhann Mariana úr sömu hersveit, verði prentað-
ar, af því að lærðir og mikilsmetnir menn í félagsskap vor-
um hafa fallist á efni þeirra.« Þetta var hugsunarháttur
Jesúíta, eða öllu heldur Aquavivista.
1589 hafði munkur nokkur Jakob Clément myrt Hinrik
III. Frakkakonung. Um það verk fer Mariana mörgum lof-
samlegum orðum, »hvílíkur mikilleiki andans, hvílegt lof-
samlegt verk,« segir hann, og morðingjann nefnir hann
»eilífann Frakklands sóma.« 1594 veitti Jean Chatel læri-
sveinn í skóla Jesúítanna í Clermont Hinriki IV. banatilræði,
og sannaðist, að Jesúítinn Guignard hafði verið frumkvöðull
þessa verks, og var hann tekinn af lífi 1595. 1610 myrti
Ravaillac Hinrik, og var þá æsingin gegn Jesúítum orðin
svo mikil, að Aquaviva neyddist 1614 til að látast þvo
hendur sínar. Hann bannar að viðlagðri bannspínu Jesúít-
um að halda því fram, leynt eða ljóst, »að öllum og sér-
hverjum sé heimilt að drepa konunga og fursta eða
brugga þeim banaráð« (licitum esse cuiquae personae,
reges aut principes occidere, seu mortem eis machinari)
Þetta »öllum og sérhverjum« er sannarlega aquavivistiskt
orðalag, því ekki er hægt að misskilja, að þarna sé gefið
í skyn að einhverjum útvöldum sé það þó heimilt.
Með þessum harla skaðvænu kenningum, var það von
að skriftastólar Jesúítanna fyltust af öllum þeim lýð, sem
var slíkum kenningum feginn, en hann var auðvitað mann-
margur. Og með tilstyrk hans náði reglan undir sig feikna
miklu veraldlegu valdi, en varð hins vegar fyrir heift allra
góðra leikmanna, og þó mikl.u meir andlegrar stéttar manna.
Að síðustu var mælir reglunnar skekinn, troðinn og
fleytifullur svo að Klemens páfi XIV. nam regluna af með bréfi
sinu Dominus ac Redemptor 21. júlí 1773. Það er ekki
hægt að prenta þetta langa bréf, en efni þess er þetta:
Hið mikla vald og hin mörgu réttindi, sem reglunni
hafi í öndverðu gefin verið, hafi borið í sér sæði sundur-
þykkju og öfundar, enda hafi reglan aldrei getað setið á
sáttshöfði hvorki við aðrar reglur, presta, biskupa eða þjóð-