Skírnir - 01.01.1926, Page 111
Skirnir]
Jesúítareglan.
101
höfðingja, eða jafnvel við sjálfa sig innbyrðis. Hún hafi
og fótum troðið reglur kirkjuþingsins í Trient, og ekki látið
skipast við áminningar páfanna. Reglan hafi haldið fram
kenningum, sem riðu í bága við sanna trú og góða siðu,
og hafi ágirnd hennar í veraldleg gæði keyrt úr hófi fram.
»Vér sjáum, segir páfi, að hersveit Jesú er ófær til að
koma að þeim notum og gagni, sem til var ætlast, er hún
var stofnuð, og að vart verði hægt að halda sönnum og
varanlegum friði í heilagri kirkju, meðan hún er uppi. Af
þessum óhrekjanlegum ástæðum, vegna náinnar þekkingar
vorrar og af fullveldi vors postullega umboðs, upphefjum
vér og harðbönnum fyrnefnt félag.«
Þetta var dómur heilagrar kirkju um Jesúítana, eða
öllu heldur Aquavivistana. Nú átti ekki að vera neinum
blöðum um það að fletta, að reglan, sem hafði skilyrðis-
lausa hlýðni á stefnuskrá sinni, væri þar með úr sögunni,
en það fór á annan veg. Þessi regla hinnar hæstu hlýðni,
neitaði að vísu ekki að hlýða yfirmanni sínum, heilögum
föður páfa, en hún hlýddi honum ekki.
í þá daga voru ekki símar og járnbrautir, til að draga
úr vegalengdum, svo það var erfitt fyrir páfa að spanna
löndin, og í Schlesíu og á Rússlandi létu Jesúítar því eins
og skipun páfa væri ekki til og reyndi hann þó mikið til
að beygja þessa »syni grunsemdarinnar«, eins og hann kall-
ar þá í bréfi til Corsini kardínála, til hlýðni, en árangurs-
laust. En Jesúítar létu hinsvegar dynja endalausann róg á
Klemens páfa alveg fram á þennan dag, (t. d. bls. 77 ff. í
riti Jesúsítans Ravignan, Clement XIII. et Clement XIV.
Paris 1854). Þó varð því áorkað að Jesúítar urðu á burt
úr öllum menningarlöndum álfunnar, en á Rússlandi héld-
ust þeir við.
Skömmu eftir að Jesúítarreglan var afnumin hófst ný
öld. Stjórnarbyltingin mikla gaus upp 1789 og gjörbreytti
hugarfari als heimsins. Við hana stórveiktist aðstaða páfa,
og þó enn meir á dögum Napóleons mikla. Veraldarríki
sitt misti páfi 1809 og var síðan fangi Napóleons til 1814. Þá