Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 112
102
Jesúítareglan.
[Skirnir
losnaði hann, og tók þegar aftur við stjórninni í Róm.
Aðstaða hans var erfið og afarveik, hann þurfti sterka hjálp,
og hann vissi, hve Jesúítar höfðu verið lægnir að ná völd-
um, og koma sínu fram. Þaðan bjóst hann því við hjálp-
inni. Það var því og eitt af fyrstu verkum hans með bréfi
Sollicitudo omnium ecclesiarum dags. 7. ágúst 1814 að endur-
reisa Jesúítaregluna, og leyfa þeim fyrri Jesúítum, sem enn
voru á lífi, að hefja starfsemi.
Nú voru tímarnir aðrir. Eftir stjórnarbyltinguna var
enginn jarðvegur fyrir athafnir af hálfu Jesúíta með sama
sniði og fyr, enda voru þeir búnir að læra það mikið af
því, sem á daga þeirra hafði drifið, að þeir kunnu að gæta
sín. Eftir endurreisnina hefur starfsemi þeirra, að því er
virðist snúist mjög inn á við, og hafi þeir haft einhver
afskifti af öðrum málum en reglu- eða kirkjumálum, þá
hafa þeir farið svo vel með það, að ekkert hefur á því
borið. En á kirkjumálasviðinu eru þeir óefað enn voldugasta
aflið innan kirkjunnar, og það voru þeir, sem áttu upptökin
að vatikanska kirkjuþinginu, sem hófst 8. des. 1869. Það
var og að þeirra undirlagi, að páfi 18. júlí 1870 með bréf-
inu Pastor aeternus lýsti því yfir, með samþykki þingsins,
að það hefði altaf verið kenning kirkjunnar frá öndverðu,
að páfinn væri óskeikull um trúarefni, en frestaði síðan
þinginu. Það er ekki sagt í því skyni að fella dóm á þá
kenningu, að þetta páfabréf orkaði þegar það birtist afar-
mikils tvímælis, ekki svo mjög fyrir sakir efnisins, sem tæp-
lega varð um deilt með rökum, heldur af því, að leiddar
voru töluverðar líkur að því, að kirkjuþing þetta gæti ekki
leitt slíkt mál til lykta, af því að það væri ekki almenni-
legt (öcumeniskt), og væri rannsókn á því atriði ritgjörðarefni.
Ekkert það hefur birst í fari reglunnar eftir að hún var
endurreist, er bendi til að hún sé fallin í sína fyrri villu og
óhlýðni við páfalegt sæti. En þó er eftirtakanlegt, að þrátt
fyrir hið slétta yfirborð, varð Píus páfi IX. að vísa regl-
unni burtu úr Róm 1848, af hverju sem það var. Og Bis-
mark, sem var allra stjórnmálamanna þefnæmastur lét með
lögum frá 15. júní 1872 vísa Jesúítum burt úr Þýzkalandi,