Skírnir - 01.01.1926, Side 114
íslenzk gælunöfn.
Eftir Guðm. Finnbogason..
Það er algengt hér á landi sem annarstaðar að Ralla
ekki börn og unglinga skírnarnöfnum sínum blátt áfram,
heldur gælunöfnum, sem dregin eru af skímamöfnunum..
Þessi siður virðist vera forn á Norðurlönd'um, sem ráða má
af því, að sum kenningarnöfn fornmanna eru gælunöfnr.
ambi (Arnbjörn), elfsi (Álfr), mangi (Magnús), todda (Þór-
dís), ubbi (Úlfr), ulli (Erlendr)1) Þessi nöfn eru með sama
sniði og enn tíðkast. Gælunöfn eiga sér djúpar rætur í
tilfinningum manna, þau eru sprottin af þeim hug, er menn
ósjálfrátt bera til barnanna. Þau eru vottur þess, að skírn-
arnöfnin svara ekki nógu vel til þess skaps, er börnin vekja;
náttúran verður náminu ríkari, tilfinningin sterkari en hinar
löghelguðu orðmyndir. Gælunöfn geta því verið fróðleg.
Þau sýna eina hlið málsins, hvaða tæki það hefir til að
láta sérstakt viðhorf í Ijós og hve mikið vald hinar almennu
hljóðreglur tungunnar hafa, þegar hugarþelið setur sitt mót
á orðin. Ætla mætti, að taumhald það, er hljóðreglur máls-
ins hafa á mönnum, yrði hvergi lausara en einmitt í gælu-
nöfnunum, því að þau eru upphaflega stíluð til barnanna,
sem sjálf hafa ekki náð að tala málið óbjagað, og sum
gælunöfnin eru beint sniðin eftir tungutaki þeirra. íslenzk
gælunöfn geta því meðal annars brugðið ljósi yfir lög-
hlýðni tungu vorrar.
Um gælunöfn í íslenzku hefir ekki, svo að ég viti, verið
ritað annað en smágrein ein eftir prófessor Finn Jónsson:
»Islandske kælenavne« (í Namn och bygd. 8. árg. 1920,
bls. 40—42). Flokkar hann þar gælunöfn þau, er hann
1) Finnur Jónsson: Tilnavne. Kbh. 1908, bls. 141 (301).