Skírnir - 01.01.1926, Side 118
108
Islenzk gælunöfn.
[Skirnir •
og hefir mér ekki þótt ástæða til að setja þau nöfn sér í
flokk. í sumum af nöfnunum í 1. flokki, sem dregin eru
af samsettum nöfnum, hefir atkvæðaskila eigi verið gætt,
svo að byrjunarhljóð síðari hlutans eða lokahljóð fyrri
hlutans hefir verið tekið með í gælunafnið: Eyvi, Nasi,.
Stjáni, Bína, Lína, Stína o. s. frv., og hefi ég þó látið þau
fylgja hinum, sem rétt eru mynduð.
í 4. flokk hefi ég sett þau nöfn, þar sem lokasamhljóð
rótar- eða stofnatkvæðisins tvöfaldast, og grennist þá oft
jafnframt sérhljóðið, sem á undan fer.
í nöfnum þeim, sem ég hefi sett í 5. flokk, koma ýms-
ar hljóðbreytingar fyrir, og skal ég nú víkja að þeim.
í Böddi, Dabbi, Daddi, Habbi, Snabbi, Stebbi, Gudda,
Stebba, verða blásturshljóð að lokhljóðum (ð>d, f og v>b).
Er það eðlileg afleiðing af drætti (tvöföldun) hljóðsins og
kemur fram í öðrum íslenzkum gælu- og smækkunarorðum,
svo sem beddi, goddi, griddi, kiobbi, nebbi, rebbi, sybbinn,
enda er börnum auðveldara að bera fram d en ð, b en f eða v.
Venjuleg samlögun kemur fyrir í Balli f. Baldi (sbr.
olli f. oldi), Bjössi f. Björn-si (sbr. assa f. arn-sa) Frikki
(Friggi) f. Frið-ki (sbr. fríkka f. fríð-ka); Frissi f. Frið-si
(sbr. góss f. góðs) Kalli f. Karli (sbr. kall f. karl, jall f. jarl);
óvenjulegri er samlögunin í Gulla f. Gunnla, Gurra f. Guðra,
Ossa f. Oddsa. Eftirtektarvert er það, að 11 er alstaðar í
gælunöfnum borið fram 1+1, sem kemur af því að dvalið
er við hljóðið.
í Mangi hefir orðið stafavíxlan, ng f. gn. Manga virð-
ist helzt vera lán frá Mangi, en ekki dregið beint af Mar-
grét, enda lítur svo út sem gælunafn, sem dregið er af
einu nafni, sé síðan stundum haft fyrir önnur nöfn, er eitt-
hvað líkjast því, t. d. Egvi f. Eyjólfur, Lalli f. Ólafur, Tolli
f. Þorkell, Þorvaldur og Þórhallur, Malla f. Maren.
Tumi er gamalt og hefir o breyzt í u fyrir áhrif i-s.
Láfi er af hinni fornu mynd nafnsins, Óláfr. Af því dregið
Láfa f. Ólöf.
í Beggi, Bgbbi, Bynni, Doddi, Dói, Kiddi, Kitti, Tobbi,
Toggi, Tói, Tolli, Tóti, Þói; Bogga, Bynna, Magga, Obba