Skírnir - 01.01.1926, Page 120
110
Islenzk gælunöfn.
[Skírnir
við hægan, rólegan framburð. Eins atkvæðis orð eru snögg
og andstutt, á orðum, sem eru fleiri atkvæði en tvö, hlaupa
menn ósjálfrátt. Tveggja atkvæða orðin eru því vel fallin
til að dvelja við þau, segja þau hægt og alúðlega, enda
bera lokahljóð stofnatkvæðisins það löngum með sér, að
þau eru löguð eftir þessum þörfum. Að t. d. framburður-
inn 1+1 helzt í gælunöfnunum: Alli, Kalli, Palli o. s. frv.,.
er bersýnilega komið af þörfinni til að dvelja við stofn-
atkvæðið.
Öll nöfnin eru eftir veiku beygingunni, því að Gvend-
ur og Ljótur verða ekki að réttu talin til gælunafna, og hefi
eg því ekki tekið þau. Gvendur er samdráttur nafnsins í
heild sinni og Ljótur er upphaflega sjálfstætt nafn, og því
ekki fremur gælunafn en þegar Björn er haft fyrir Guðbjörn..
Enda finnur engin gælukeim að þessum nöfnum.
Orsökin til þess, að bæði karlkyns og kvenkyns gælu-
nöfn beygjast eftir veiku beygingunni, er að líkindum fyrst
sú, að orð, sem enda á sérhljóði, eru að öðru jöfnu auð-
veldari í framburði en hin, sem enda á samhljóðum. En
fleiri stoðir munu renna undir /-endingu karlkyns gælunafna
og smækkunarorða. Jespersen segir1) að sérhljóðið i sé
einkar vel fallið til að tákna það, sem er smátt, veikt, litil-
fjörlegt, eða hinsvegar fíngert eða snoturt. Hann bendir á
mörg lýsingarorð þeirrar merkingar, er hafi þetta hljóð, í
ýmsum málum; ennfremur orð, er tákna smábörn og ung-
viði. Sama hljóð sé í viðskeytum smækkunarorða í ýms-
um málum. Grunar hann, að kvenkyns viðskeytið -i í arisk-
um málum merki upphaflega smæð, enda séu konur löng-
um taldar veika kynið, og af sömu ástæðu komi t-hljóðið
fyrir í mörgum kvenkynsviðskeytum. Það sé líka í ýmsum
orðum, er tákna stuttan tíma og snögga hreyfingu.
Hér má minna á það, að i er í endingunum -ill og
-lingur, sem oft hafa greinilega smækkunarmerkingu, svo
sem bendill, gymbill, hœkill, hnykill, trefill, trygill, dindillr
eða hin fornu kenningarnöfn bestill, bekill, beytill, dyntill,
1) Language, its nature, development and origin. Londorr
1923, bls. 402.