Skírnir - 01.01.1926, Page 121
Skírnir]
íslenzk gælunöfn.
111’
dýrðill, eysill, fertill, gleðill, kryppill, sepill, sípill, teskill;.
og smækkunarorðin biilingur, bœklingur, ketlingur, kiðling-
ur, kjúklingur, prestlingur, þyrsklingur o. s. frv. Gælu- og
smækkunarorð, önnur en gælunöfn, eru áreiðanlega miklui
fleiri karlkyns en kvenkyns í íslenzku, og mun koma af því,
að íslenzka kvenkynsendingin er ekki eins vel fallin til
þeirra orða, þó að við hana verði að hlita í kvenkyns-
gælunöfnum.
Jespersen skýrir ekki, hvers vegna i er vel fallið til
að tákna einmitt þau einkenni, er hann nefnir. Þar virðist
mér nú að tvent gæti komið til greina.. Annars vegar, að það,,
sem er smátt, veikt, lítilfjörlegt, eða þá fíngert og snoturt,
hefði þau áhrif á mann, að z'-hljóðið væri manni ósjálfrátt
eiginlegra í návist þess en önnur sérhljóð málsins. Nú er
z' það hljóðið, er svarar bezt til þeirrar varastellingar, er
brosinu fylgir. En bros getur verið annaðhvort góðvildar-
bros eða háðglott, og gæluorð og smækkunarorð merkja
annaðhvort góðvild, alúð, blíðu, eða lítilsvirðingu. Hins,
vegar virðist z'-hljóðið hærra, mjórra en hin opnari sér-
hljóðin, og rödd barna og kvenna og yfirleitt þeirra, sem .
smávaxnir eru, er að jafnaði hærri, mjórri, en þeirra, sem
stórvaxnir eru. Oss finst það hálfóeðlilegt að heyra djúpa,
digra rödd úr litlum manni eða barni, og háa, mjóa úr
heljarraumi. Það sýnir, að slíkt er óvanalegt. Þar sem .
rödd og líkamsvöxtur fylgist þannig að, er það eðlilegt, að
z' geti orðið tákn þess, sem lítið er, og þar með valin .
smækkunarending.
Eftir er að skýra viðskeytin k og s.
K-viðskeytið kemur ekki að eins fram í gælunöfnum::
Bryn-k-i, Jón-k-i, Jó-k-a, Stein-k-a,, o. s. frv., heldur og
í nokkrum öðrum orðum, svo sem frœn-k-a (frændkona),.
grið-k-a (griðkona); jar-k-i (jaðar-k-i), kjal-k-i (sbr. kjölur),
makki (man-k-i, sbr. mön), mis-k-i, fú-k-i (sbr. fúi), har-k-a
(sbr. harður), hál-k-a (sbr. háll), stul-k-a (sbr. stauli), trað-k-ur
(sbr. tröð), blað-k-a.
S-viðskeytið kemur fyrir í allmörgum orðum, sem flest
eru smækkunar-merkingar, svo sem bang-s-i, bát-s-i,.ber-s-i. ,