Skírnir - 01.01.1926, Side 122
112
íslenzk gælunöfn.
[Skirnir
bossi (botn-s-i), draug-s-i, gelsi (geld-s-i), hér-s-i (héraðs-
búi), hrússi (hrút-s-i); kaup-s-i (kaupmaður, kaupamaður),
krum-s-i, ku-s-i, lag-s-i, má-s-i (már), mág-s-i, pró-s-i (pró-
fastur), ráð-s-i (ráðsmaður), sjó-s-i, skik-s-i, val-s-v, í nokkr-
um fornum kenningarnöfnum: bil-s-i, elf-s-i, gan-s-i, kau-s-i
(sbr.köttur), maxi (mak-s-i), slaf-s-i, taf-s-i; í orðunum gal-s-i,
kal-s-i, of-s-i, van-s-i; í lýsingarorðum svo sem hug-s-i,
ját-s-a, hvim-s-a, innkul-s-a, o. fl.
Bæði þessi viðskeyti, k og s, gefa orðstofnum þeim,
er þau eru tengd við, sérstakan merkingarblæ. Vér finnum
það t. d. í blaðka. Viðskeytinu fylgir lýsingarorðskeimur.
Blaðka er ekki eiginlegt blað, heldur líkist blaði. Svo er
og kjálki ekki kjölur, en líkist kili, fúki ekki eiginlegur fúi,
en á skylt við fúa, traðkur ekki fullkomin tröð, en á skylt
við tröð.
Líkt er um s-viðskeytið. Það gefur orðstofnunum lýs-
ingarorðsblæ, enda kemur, eins og vér sáum, fram í nokkr-
um lýsingarorðum, hugsi, innkulsa o. s. frv. Kalsi er eitt-
hvað sem á skylt við kal eða kala, ofsi, vansi eitthvað sem
á skylt við of eða van o. s. frv.
Lýsingarorðsblærinn, sem þessi viðskeyti gefa orðstofn-
um þeim, er þau eru tengd við, kemur nú vel heim við
það, að orðin fá stundum smækkunar eða niðrunar merk-
ingu. Viðskeytin draga úr því, að sá sem um er talað sé
fullkomlega það, sem stofn orðsins gefur í skyn, og í því
er fólgin niðrun, ef merking orðstofnsins er góð. í orðinu
ráðsi t. d. gefur s-ið í skyn, að maðurinn sé ekki eiginlegur
ráðsmaður, heldur ráðsmannsnefna; í kaupsi, að hann sé
kaupmannsnefna o. s. frv. Orð, sem enda á -k-i eða -s-i
eru því í tvöföldum skilningi smækkunarorð og verða því
fremur niðrandi en hin, sem enda á i eingöngu.
Gælunöfnin eru þá merkileg á ýmsan hátt. Þó að
sum þeirra virðist í fljótu bragði óbundinn leikur með hljóð
málsins, eru þau þegar að er gáð engu síður lögbundin en
önnur orð. Og það hafa þau sér til ágætis, að þau eru
mótuð af brosi og blíðuhjali og góðlátlegri gletni.