Skírnir - 01.01.1926, Page 123
Um loftslagsbreytingar
á íslandi og Grænlandi siðan á landnámsöld.
Á víkingaöldinni og lengi síðan stóð hagur Norðurlanda
með miklum blóma. Þá fara norrænir víkingar víða um
höf, brjóta undir sig heil riki og stofna nýlendur. Norð-
menn nema Iand og stofna sjálfstætt ríki á íslandi. Héðan
breiðist bygðin til Grænlands og loks er leiðin Iögð um
Atlantshaf þvert til Vínlands. Undir lok þessarar »gullaldar«
eru auðugar bókmentir færðar í letur, aðallega á íslandi,
en fagrar og svipmiklar byggingar bera öðrum Norðurlönd-
um vitni um mikla menningu og hagsæld. Má nefna sem
dæmi dómkirkjuna í Niðarósi.
Þegar líður fram að 14. öld, hnignar hag Norðurlanda.
’Stjórnarfar aflagast, efnahagur versnar, andleg störf og bók-
mentir rýrna stórum.
Þessa almennu hnignun norræna þjóðbálksins vilja nú
ýmsir skýra svo, að loftslag í Evrópu hafi yfirleitt versnað
mjög um þessar mundir, og hafi það komið harðast niður
á þeim þjóðum, sem bjuggu norður undir takmörkum hins
byggilega heims, sem sé Grænlendingum, íslendingum og
Norðmönnum.
Mörg eru þau gögn og misjöfn að gæðum, sem dregin
hafa verið fram, til þess að færa líkur fyrir, að loftslag
hafi versnað undir lok miðaldanna og haft i för með sér
efnalega og andlega hnignun á Norðurlöndum.
Skal hér leitast við að gefa yfirlit um helztu atriðin, sem
^æla með því eða móti, að loftslag hafi breytt æfikjörum
íslendinga, síðan þeir settust að í landinu, Verður hér þó
'ekki rúm til að rekja þetta mál að rótum, eða nefna nándar
8