Skírnir - 01.01.1926, Page 124
114 Um loflslagsBreytirrgar:. [Slarirír
nærri alt, sem um það hefur verið ritað. Eftir Þorvald
Thoroddsen liggja margar og fróðlegar ritgerðir um þessi:
efni og hefur hann marghrakið ýmsar af firrum þeim, sem
fram hafa komið í erlendum ritum um loftslag á íslandi
fyr á öldum. — í sama streng tekur prófessor Fridtjof
Nansen.1) Fer hann hörðum orðum um röksemdir mót-
stöðumanna sinna og sýnir fram á, að þær rekist oft á og
kollvarpi hver annari. Telur hann hugmyndina um lofts-
Iagsbreytingu á miðöldunum eigi aðeins staðleysu, heldur
og sprotna af vanþekkingu og trúgirni á hæsta stigi.
Nýlega hefur staðið allmikil ritdeila um loftslagsbreyt-
Ingu í Noregi í tímaritinu »Syn og Segn«. Halda þeir próL
E. Bull og A. Röstad veðurfræðingur því þar fram, að »hönd
örlaganna« hafi lagst þungt á herðar norsku þjöðarinnar
á 13. og 14. öld og sökt henni niður í »fire hundred árig^
natten« með illviðrum og óáran. Á móti þessu mælir aftur
próf.. Hasund við landbúnaðarháskólann í Ási. Hyggur hann
að svartidauði (mannadauðinn), sem geisaði í Noregi um;
1350, hafi átt drýgstan þátt í þvi að drepa dáð úr þjóð-
inni. — Próf. Bull segir þá, að ekki hafi Svartidauði komið*
til íslands og þó sé afturförin þar ekki minni en í Noregi.2)'
Það er satt, að Svartidauði kom hingað 50 árum síðar en
í Noregi, en ekki urðu minni spjöll að honum fyrir því. —
Það er verkefni fyrir sögufræðinga að svara þeirri spurn-
ingu, hvort hér á Iandi hafi verið orðin svo mikil efnaleg;
afturför fyrir 1400, að ástæða sé til að halda æfikjör þjóð-
arinnar þá orðin mun lakari en áður var.
Aðalfrömuður veðrabrigða-kenningarinnar er sænskur-
prófessor, Otto Pettersson.3) Hann rekur orsakir veðurfarsr-
breytinga til afstöðu jarðar til tungls og sólar. Eftir þeirri
1) Fridtjof Nansen, Klimat-vekslinger i Nordens historie. Av-
handlinger utgitt av Det norske Videnskaps-Akademi i Oslo, Oslo>
1925, bls. 1-64.
2) Syn og Segn, ýmsar ritgerðir eftir þrjá siðastn. höf. í árg-
1924 og 1925.
3) 0. Pettersson, Innere Bewegungen in den Zwischenschichten'
des Meeres und der Atmosphere; Nova Acta regiae Societatis Scien-
tiarum. upsaliensis. Uppsala 1923..