Skírnir - 01.01.1926, Page 127
Skírnir]
Um loftslagsbreytingar.
117
fjölgar, atvinnuvegirnir bíða hnekki og liggja í kalda koli,
þangað til búið er að laga þá eftir hinum breyttu skil-
yrðum.
3. Loks geta hugast breytingar á loftslaginu, sem alls
ekki endurtaki sig eftir neinni fastri tímaröð, eða þá með
óralöngu millibili. Svo mundi vera um breytingar á lofts-
lagi, sem stafaði af því að heimsskautin færðust úr stað.
Loftslagsbreytingar hafa oft átt sér stað í sögu jarð-
arinnar, og er því að fyrra bragði alls ekki ótrúlegt, að
þær hafi einnig orðið síðan land þetta bygðist. Þroska-
saga jarðarinnar og lífveranna sýnir greinilega, að stór-
feldar breytingar hafa orðið á loftslagi og lífsskilyrðum.
í íslenzkum jarðlögum frá tertier-tímabilinu finnast gróður-
leifar, sem benda til 10—12 stiga árshita (móts við 2—3
stig nú). Steinkol finnast í stórum stíl á Svalbarða og
Grænlandi. — Við lok tertier-aldar kólnar mjög loftslag
um mestan hluta norðurhvelsins. Drífur þá snjóa úr öllum
áttum og jökull hylur Norður-Evrópu um þúsundir ára. —
Loks hlýnar aftur, ísinn bráðnar, nýr gróður fær fótfestu
og verður fjölskrúðugri eftir því sem vaxtarkjörin batna.
Síðan í lok ísaldar hefur skifting láðs og lagar ekki
breyzt til muna. Jarðlög, sem myndast hafa síðan, liggja
að mestu óröskuð.
í mómýrum má glögglega sjá, hverskonar gróður hafi
vaxið í mýrinni meðan svörðurinn var að myndast. Af
gróðrinum má aftur ráða, hvernig gróðrarskilyrði og þar
með loftslagið hafi verið á sama tíma. Nú sést víða lagskift-
íng í mónum og eru mólögin mynduð af mismunandi
gróðri.
Myndin á næstu síðu sýnir vaxtarferil mómýrar frá því
nokkru eftir ísöld til vorra daga. Á 1. og 3. skeiði hefur
loftslag verið svo þurviðrasamt, að mýrin þornaði og trjá-
gróður gat þrifist þar. Þess á milli hafa komið votviðra-
bálkar, sein eyðilögðu trjágróðurinn. Trén fúnuðu og féllu,
en leifar þeirra finnast sem »fauskar« í mólögunum.