Skírnir - 01.01.1926, Side 130
120 Um loitslagsbreytingar. [Skírnir
1) Á landnámsöld var ísland viði vaxið, en er nú
skóglaust að kalla.
2) Þá var og kornyrkja víða stunduð á íslandi, en.
hnignar brátt og hverfur úr sögunni á 15. öld.
3) Annálar greina frá mörgum harðærum og miklum
ísalögum á 13., 14. og 15. öld. Á sama tímabili er þess.
getið, að Eystrasalt hafi lagt ísi, svo að ferðast mátti frá
Skáni til Eistlands og frá Lybeck til Danmerkur. Aftur á.
móti er sjaldan minst á hafís í íslendingasögum.
4) Á Grænlandi þótti allgott undir bú í lok 10. aldar,.
en í lok miðaldanna (1500) hverfur nýlendan þar úr sög-
unni og um 1700 virðast nýlendubúar liðnir undir lok.
5) Úr kirkjugarðinum að Herjólfsnesi á Grænlandi vorui
árið 1921 grafnar upp margar líkkistur og beinagrindur,. sem
lágu í freðinni jörð. Þær lágu sumar 130 cm. undir núver-
andi yfirborði kirkjugarðsins og virtust hafa verið grafnar
í þíða jörð. Nú fer klaki úr jörðu á Grænlandi ekki dýpra
en 80—90 cm. að sumrinu.
Skulu nú ofantalin atriði íhuguð nánar og leitast við.
að sýna, hvað af þeim megi ráða með vissu.
Skógurinn á íslandi. Á 12. öld ritar Ari fróði í'
íslendingabók, að í þann tíma er ísland bygðist, hafi það'
verið »viði vaxið milli fjalls og fjöru.« Það er engin ástæðæ
til að efast um, að svo hafi verið. En hvergi sjást þess;
menjar, svo menn viti, að trjágróðurinn hafi verið að nokkr-
um mun stærri en nú, og viðartegundir voru hinar sömu
sem nú vaxa hér.1) Eftirtektarvert er það< og, að þegar á
12. öld er skógurinn orðinn minni, en menn héldú' að'' áður
hefði verið. »í þann tíma var landið> viði vaxið«, — en
nú er ekki svo lengur. Skógargróður á íslandi. var því
tekinn að ganga mjög úr sér áður en loftslagið tök að
versna samkvæmt skoðun þeirra Bull’s og Pettersson’s.
Það er auðsætt, að lítið hefur verið' aff gagnviði í skógun-
um hér á landi, því víða er þess getíð> í íslendingasögum,.
að sóttur var skálaviður til Noregs. Ólafur helgi. veitti ís-
1) Qruner: Die Bodenkultur Islands, Archiv f.. Bionlologie-
Berlin 1912, bls. 30.