Skírnir - 01.01.1926, Page 131
Skírnir]
Um loftslagsbreytingar.
121
lendingum leyfi til að höggva við í Noregi: »En þar að
eins eiga þeir að höggva við þann allan sem þeir vilja,
er konungs mörk erxc1)
Loftslagið á íslandi hefur á söguöld eins og nú verið
óhagstætt trjágróðri. Þegar skógurinn var brendur og beitt-
ur hlífðarlaust, fór honum brátt aftur og eyddist loks alveg
úr flestum héruðum. Fyrir landnám bætti algerð friðun
mikið úr, þótt loftslag væri óhagstætt.
Kornyrkja á íslandi. Fyrst eftir að landið bygð-
ist var reynt að rækta korn á sama hátt og landnámsmenn
voru vanir í Noregi. Á Norður- og Norðaustur-landi lögð-
ust tilraunir þessar þó brátt niður og ætlar B. M. Ólsen,
að það hafi orðið fyrir 1100. Á Suðurlandi hefur kornyrkja
haldist fram undir lok 14 aldar (á 9 stöðum svo menn viti),
á einum stað til loka 15. aldar og á Suðurnesjum og Þykkva-
bæ fram um 1550.2)
Kornyrkjan á íslandi til forna hefur jafnan verið talin
með beztu sönnunum þess, að loftslag hafi versnað hér svo,
að hún varð að hætta. — Þetta er þó naumast rétt. Hérvar
nær eingöngu ræktað bygg. í sögu Guðmundar góða, sem
rituð er um 1350, segir, að korn vaxi í fáum stöðum sunnan-
lands »og eigi nema bygg«. »Rúgur var lítið eða ekkert
ræktaður á íslandi«, segir B. M. Ó. Þarf þó ekki að bera
honum á brýn, að hann geri oflitið úr kornyrkju hér og
útbreiðslu hennar. — En bygg þrífst á íslandi nú á dögum,.
og eru engar sannanir fyrir, að svo hafi ekki altaf verið í
meðalári. — Tvö siðustu árin hefur fengist fullþroska bygg
í Reykjavík, enda þótt hitinn hafi verið undir meðallagi
bæði sumurin.3)
Sumarhita hér er svo varið, að í meðalsumrum er hita-
magnið nægilegt til að þroska harðgerðar norskar byggteg-
undir á Suður- og Suðvestur-landi. Á Norður- og Norðaustur-
landi er hitamagnið að jafnaði of lítið til að þroska bygg.
• 1) Dipl. Isl. I, bls. 66.
2) B. M. Ólsen: Kornyrkja á íslandi, Búnaðarrit 1910 bls. 81-152.
• 3) Klemens Kristjánsson: Um kornrækt á íslandi. Freyr 1925.
bls. 4-9 og 21-28.