Skírnir - 01.01.1926, Page 132
122
Um loftslagsbreytingar.
[Skírnir
— Þar mundi uppskera aðeins fást í góðum árum. Þessa
reynslu hafa forfeður vorir haft. Þess vegna hættu þeir
fljótt byggyrkju á Norðurlandi, nema jarðhiti væri til hjálpar;
en á Suðurlandi héldu þeir áfram til þess tíma, að útlend
kornvara tók að flytjast í stærri stíl til landsins og verð-
lag hennar lækkaði. Innlenda uppskeran hefur hvorki ver-
ið mikil eða árviss. Það sýnir hið háa verð, sem var á
kornvöru. Oft bregður því líka fyrir, að uppskeran hefur
verið léleg að gæðum og »mungátin« ekki til mikillar gleði,
sem búin var til úr innlendu byggi. Þótt illæri hafi getað
hnekt byggyrkjunni til muna, mun hún þó hafa »mesta
hnekki..........beðið við Svartadauða, sem geisaði hér á
árunum 1402—1404«, segir B. M. Ólsen.
Veðurfarsannálar og ísinn við Grænland.
Flestu því, sem finst skráð um árferði hér á fyrri öldum,
hefur Þ. Thoroddsen 'safnað í »Árferði á íslandi í þúsund
ár« (Khöfn 1916—17). Svipað safn úr Mið-Evrópu annálum
hefur sænskur veðurfræðingur, A. Nordlind, safnað í eina
heild.1) Um ís við strendur Danmerkur hefur kapt. Speer-
schneider gefið út merkilegan annál.2) Allir þessir höfund-
ar hafa hver fyrir sig komist að þeirri niðurstöðu, að ekki
beri söfn þeirra með sér að loftslag hafi breyzt að nokkr-
ium mun síðan annálar hófust. —
En E. Bull og O. Pettersson eru á öðru máli. Hinn
fyrnefndi þykist sjá, að timabilið 1291—1392 sé mun verra
að árferði hér á landi en verið hafi bæði fyr og síðar.3)
Til sönnunar tekur hann upp árferðisannál yfir þetta tíma-
bil. En lítið er á því að græða fyrir þá, sem vantar gögn
frá öðrum öldum til samanburðar. — Hinn síðarnefndi segir,
að svo virðist sem veðurfar hafi engum örðugleikum vald-
ið hér á landi frá 800—1250. »En frá 1291—1348 komu
erfiðir tímar«.4) Færir hann sem rök fyrir þessu, hve sjald-
1) Lunds Universitets Ársskrift 1914.
2) Publikationer fra d. Danske met. Institut. Meddelelse nr. 2.
3) Geografisk Tidsskrift 1915 bls. 1—5.
4) KlimaförSndringar .... Kungl. Svenska Akadem. Hand-
ilingar 1913, Bd. 51 no. 2.