Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 133
Skírnir]
Um loftslagsbreytingar.
123
an sé talað um ís og harðindi í sögunum. Segist hann
hafa fullvissað sig um með nákvæmri rannsókn á fornnor-
rænum bókmentum, að um það leyti sem víkingarnir (!)
námu land á Grænlandi, hafi Austurgrænlands straumurinn
ekki borið með sér ís, svo að siglingaleið frá íslandi til
nýlendunnar lá í gegnum sundin norðan við Kap Farvel,
sem nú eru full af ísi. . . . Hinir fyrstu landnámsmenn . . .
gátu ræktað korntegundir, svo sem bygg og hveiti, þar sem
góðir voru staðhættir, segir hann ennfremur.1)
Enda þótt svo geti verið, að nokkru meiri ís sé nú við
Grænland en áður var, nær þó engri átt að staðhæfa, að
ekki hafi verið þar ísrek líka á landnámsöld, eða að hvergi
sé mir.st á hafís í sögunum. í Konungsskuggsjá, sem rituð
er í Noregi um 1200, er svo nákvæm og sennileg lýsing á
Grænlands-ísnum, að hún gæti eins verið skrifuð nú á tím-
um. Þar segir svo:
» . . . þegar er úr sækir hinum mesta háleik hafsins, þá er svo
mikill gnóttur ísa í hafinu, að ég vita eigi dæmi til þvilíkra annars
;staðar í öllum heiminum. Þeir ísar eru sumir svo flatir sem þeir hafi
frosið á hafinu sjálfu, annað hvort fjögurra álna þykkir eða fimm,
'Og liggja svo langt undan landi, að það verður annað hvort fjögurra
daga ferð eða fleiri, er menn fara að ísum; en þeir isar liggja meirr
i landnorður eða til norðurs fyrir landinu heldur en til suðurs eða
útsuðurs og vesturs; og fyrir því skal uin landið sigla, hver er land-
inu vill ná, til útsuður og vestur til þess er hann er um kominn alla
þessa ísa von og sigla þaðan til landsins. En iðulega hefur menn
það hent, að þeir hafa of snemma landsins leitað og hafa þeir fyrir
því í þessa ísa komið. Og sumir þeir, er þar hafa í komið, hafa týnst
en sumir hafa og úr komist og höfum vér nokkura séð af þeim og
heyrt þeirra ræður og frásagnir. En það hafa allir til ráðs tekið, þeir
:sem i þessa ísa vök hafa komið, að þeir hafa tekið smábáta og dreg-
ið á ísa upp með sér og hafa svo leitað landsins, en hafskip og allur
■ annar fjárhlutur þá hefur þar eftir dvalist og týnst, en sumir hafa og úti
búið síðan á ísum áður en þeir hafa landi náð, fjóra daga eða fimm
og sumir enn lengur. ísar þessir eru undarlegir að náttúru. Þeir
liggja stundum svo kyrrir sem von er að með sundurslitnum vökum
eða stórum fjörðum, en stundum er svo mikil ferð þeirra og áköf,
að þeir fara eigi seinna en það skip, er gott byrleiði hefur og fara
þeir eigi sjaldnar móti veðri en fyrir þegar þeir taka ferðina. Þar
1) Innere Bewegungen 1923, bls. 36—40.