Skírnir - 01.01.1926, Page 135
Skírnir| Um loftslagsbreytingar. 125
að enginn getur siglt hina fornu Ieið, án þess að leggja
líf sitt í hættu«.
Þeir, sem sigla frá Bergen beina leið til Grænlands,
sigli beint í vestur í 7 daga og eiga þá að vera 12 vikur
sjávar suður af Reykjanesi. Með því að halda nú stefnunni
í vestur er komið undir fjall það, sem Hvarf heitir á Græn-
landi, en degi áður en Hvarf sést, skal annað hátt fjall
koma í Ijósmál, og heitir það Hvítserkur. En milli Hvarfs
og Hvítserks liggur Herjólfsnes og þar rétt hjá höfn sú er
Sandur heitir — venjulegt skipalægi fyrir Norðmenn og
kaupmenn.
Sé siglt frá íslandi, skal stýrt beint í vestur frá Snæ-
fellsnesi í einn sólarhring og þó nokkuð til suðvesturs til
þess að forðast ísinn við Gunnbjarnarsker; síðan tvö dægur
beint i norðvestur og »þá kemur hann réttleiðis undir hið
áður nefnda háa Hvarf á Grænlandi«, sem Herjólfsnes og
Sandur liggja undir. Því næst er lýst Skagafirði, sem liggur
austan Herjólfsness. Þar er bygð. Þá taka við óbygðir
og eru nefnd nokkur örnefni. Síðan er byrjað á fjarðaröð-
inni vestan Herjólfsness, alveg á sama hátt og í gömlu
Grænlandslýsingunni.
Það er auðséð, að leiðarlýsingunni í Konungsskuggsjá
ber saman við ívar Bárðason og að alt bendir til þess, að
jafnan hafi orðið að sigla fyrir suðurodda Grænlands og
taka Iand á Vesturströndinni. Þótt íshindranir hafi verið
við Herjólfsnes fram eftir sumri líkt og nú er, þá hefur
þetta síður tept siglingar fyr á tímum vegna þess, að skip
voru lengi á leiðinni og tóku venjulega ekki land fyr en
síðsumars eða undir vetur.
Þótt sjaldan sé minst á hafís í íslendingasögunum,
getur það með engu móti talist sönnun fyrir því, að ekki
hafi komið ís að landinu á söguöld alt eins og á síðari
öldum. Sögurnar eru engir annálar. Þær eru fyrst og
fremst mannlífslýsingar ofnar utan um sagnir um vígaferli
og deilur, sem geymst hafa í munnmælam 2—3 aldir áður
en sagnaritun byrjaði. Veðráttulýsingar hafa því að eins
geymst svo lengi, að þær væru tengdar sérstökum atburð-