Skírnir - 01.01.1926, Síða 136
126
Um loftslagsbreytingar.
[Skirnir
um, t. d. hrakningum á sjó eða landi, skiprekum o. s. frv.
En alt, sem finst í sögunum af þvi tæi, bendir til þess,
að forfeður vorir á söguöld hafi átt við sömu örðugleika
að etja vegna óblíðu náttúrunnar eins og afkomendur þeirra
á síðari öldum. Vegna þess, hve algeng sú staðhæfing er-
orðin, að engir örðugleikar hafi þekst hér á söguöldunum
vegna hafísa og harðæra, vil ég leyfa mér að tilfæra nokk-
ur dæmi úr sögunum, sem virðast benda í gagnstæða átt.1)
865 Þann vetur dó kvikfé Hrafna-Flóka í Vatnsfirði á Barðaströnd.
»Vor var heldur kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá
norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið
Island, sem það hefir síðan heitið.«
890 Helgi magri og félagar hans »fengu vetur mikinn, svo að við
sjálft var, að kvikfé þeirra mundi deyja.«
961—62 Sumar þetta var lítill grasvöxtur og nýttist illa. Veturinn
lagðist snemma að og »gerðist þvi verri sem meir leið á og.
verður örkola fyrir mörgum. Þá voru og ísalög mikil.«
975 »Óaldarvetur varð mikill á Islandi í heiðni. Sá hefur mestur
verið á Islandi. Þá átu menn hrafna og melrakka og mörg
óátan ill var etin, en sumir létu drepa gamalmenni og ómaga
og hrinda fyrir hamra. Þá sultu margir menn til bana, en sum-
ir lögðust út að stela.« (Landnáma).
980 Um þingið voru stormar miklir, svo að engi maður mátti koma
til þingsins af Meðalfellsströnd. Haustið var heldur veðurhart..
(Eyrbyggja).
983 Hallæri mikið, svo menn skorti bæði hey og mat, og gekk það
' um allar sveitir. Þá lét Hallgerður stela mat í Kirkjubæ.
985 »Svo segja fróðir menn, að það sumar fóru XXV skip til Græn-
lands úr Breiðafirði og Borgarfirði, en XlVkomustút; sum rak
aftur, en sum týndust. (Landnáma).
986 Þorgils Orrabeinsstjúpur braut skip undir Grænlandsjöklum eftir
mikla hrakninga. — Komust þeir félagar ekki til bygða fyr en
eftir fjögur ár vegna ísa. (Flóams. 1898 bls. 39).
990 Gerðist á íslandi svo mikið hallæri, að fjöldi manna dó af sulti.
(Um þessar mundir fluttust margir til Grænlands. —)
1006 Þegar Þorsteinn Eiríksson ætlaði til Vínlands, var veður óhag-
stætt. »Þau velkti úti alt sumarið og vissu eigi hvar þau fóru;
og er vika var af vetri, þá tóku þeir land í Lýsufirði á Græn-
landi í hinni vestri bygð.« (Eiriks saga rauða 1903, bls. 15).
1) Dæmin eru tekin eftir Þ. Thoroddsen: Árferði á íslandi í
þúsund ár. Að eins aukið inn í nokkrum atriðum sem snerta Græn-
land. Tílvísunum í heimildir slept og leyfi ég mér að vísa til ofan'
nefnds rits í þvi efni.