Skírnir - 01.01.1926, Page 139
:Skirnir|
Um loítslagsbreytingar.
129
og óstjórnar. Menn þoldu ver harðindin og voru kvart-
.sárir mjög. — Þess verður og að gæta, að ilt árferði, fjár-
fellir og manndauði stafaði oft af jarðeldum, en ekki af
illri veðráttu. Að öllu samanlögðu virðist þó meiri ástæða
til að ætla að harðindabálkur hafi gengið yfir landið á
17. en á 14. öld. —
Kirkjugarðsmenjar frá Herjólfsnesi.1) Eins og
áður er getið fundust í kirkjugarðinum að Herjólfsnesi árið
1921 margar líkkistur og beinagrindur, sem flestar lágu í
freðinni jörð uin hásumar. Likin höfðu þó auðsjáanlega
verið lögð í þíða jörð, eða þiðnað upp að sumarlagi um
langt skeið, svo að alt hold gat rotnað af beinum. Auk
þess voru flestar kistur og fataleifar gegnum-ofnar af jurta-
rótum, sem varla hafa smogið í gegnum freðna mold.
Dýpsta gröfin var 135 cm. undir fyrverandi yfirborði kirkju-
garðsins; en dr. Nörrlund, sem sá um uppgröftinn, gerir
ráð fyrir að 25—30 cm. þykt jarðlag hafi bæst ofan á síðan
líkin voru graflögð.
Af þessu liggur nærri, í fljótu bragði, að álykta að fyr
á öldum hafi loftslag á Suður-Grænlandi verið svo milt,
að jörð hafi þiðnað alt að 125 cm. að sumarlagi í stað 70—90
cm. nú á dögum. Ætti því loftslag að hafa kólnað, svo
að grafirnar hættu að þiðna að sumarlagi, rotnun hætti að
mestu og leifarnar geymdust úr því óbreyttar. Þessa skoð-
un aðhyllist dr. Nörrlund og bæði Bull og Pettersson hafa
tekið henni fegins hendi og talið hana óhrekjandi' sönnun
þess, að loftslag hafi versnað á miðöldunum.
Þótt flestar grafleifarnar, sem liggja dýpra en 100 cm.
séu tiltölulega heillegar, þá ber þess að gæta, að margar
vel haldnar menjar fundust lika miklu grynnra, — í jörð
sem þiðnar á sumri hverju. Til þess að fá gleggra yfirlit
yfir grafmenjarnar hef ég sett upp eftirfarandi töflu eftir skrá
dr. Nörrlunds:
1) Dr. P. Nörrlund: Buried Norsemen at Herjólfsnes. Meddelel-
ser om Grönland Bd. 67, bls. 1—267. Kbh. 1924.
Matthías Þórðarson hefur og lýst rannsóknum þessum allýtar-
lega i Skírni 1925, bls. 107—130.
9