Skírnir - 01.01.1926, Page 140
Um Ioftslagsbreytingar.
[Skírnir
130
Dýpt undir fyrver- andi yfirborði kikjugarðsins Tala fundinna gripa
i n iii Alls
cm. 130 i 2 1 4
120 4 1 0 5
110 4 2 1 7
100 8 6 4 18
90 4 4 O' 8
80 6 4 2 12
70 3 7 4 14
60 5 9 9 23
50 3 3 4 10
40 2 5 7
Grafmenjunum er skift í 3>
flokka eftir því, hve heillegar'
þær voru. L fl. er vel heilleg-
ur, II. fl. nokkurn veginn og'
III. fl. lélegur. Það er einkenni-
legt að flestar leifar hafa
fundist í 60 cm.. dýpt og þar
næst í 100 cm. Vel haldnar
leifar eru flestar á 100 cm.
dýpi, en þó aðeins lítið fleiri
en á 80 og 60 cm. Það er
því auðsætt, að dýptin ein
hefur ekki ráðið því, hve vel gripirnir geymdust í jörðu.
Það vantar talsvert á, að nægilega glögg lýsing sé
gefin af yfirborði og gróðurlagi kirkjugarðsins, áður en byrjað
var að grafa hann upp. Það er alkunnugt, að kirkjugarðar
eru venjulega mjög gróðursælir og væri því alls ekki ósenni-
legt, að meira en 30 cm. þykt jarðlag hefði myndast þar
af rotnuðum jurtaleifum á þeim 4—8 öldum, sem liðnar
eru síðan líkin voru graflögð. Auk þess hafa veggir kirkju;
og kirkjugarðs að nokkru leyti fallið niður í garðinn, marg-
sinnis hefur verið grafið í hann í fornmenjaleit (1840 segist
Kielsen hafa grafið upp og umrótað öllum garðinum 2—3.'
fet niður), og loks hafa Eskimóar byggt kofa í austurhluta
hans. Alt þetta getur hafa gerbreytt svo yfirborðinu, að
það nær varla nokkurri átt að gera ráð fyrir, að það hafi
hækkað jafnt alstaðar. Þá má og gæta þess, að þegar
greftrun fór fram á þeim tíma árs, sem jörð var lítt þíð,
hefur leiðið efalaust verið hlaðið upp til þess að kistan.
þætti nægilega »jörðuð«. Við það gátu kistur sem af til-
viljun lágu undir, komist niður í sífeldan klaka.
Eitt atriði hef eg rekíst á, sem einmitt bendir í þá átt,.
að dýptarákvarðanir undir »gamla yfirborðinu« séu torveld-
ar. Dr. Nörrlund fann borðbút, sem hann ætlar vera úr
stafnþili kirkjunnar, og Iá hann 80 cm. undir gamla yfir-
borðinu, ca. 2 m. frá NA-horni kórsins. Það er lítt skiljan-