Skírnir - 01.01.1926, Page 142
132
Um loftslagsbreytingar.
[Skírnir
landi. Dr. Nörrlund álítur að loftslag hafi versnað eftir að
miðöldum lauk, þ. e. á 16. eða 17. öld.
Hér er því hver staðhæfingin ofan í aðra, enda rekast
þær á og kollvarpa hver annari.
Þess er loks að geta, að hugmyndir próf. Pettersson’s
um loftslagsbreytingar af völdum tunglsins hafa við sára-
lítil eðlisfræðileg rök að styðjast. Þvert á móti hafa ná-
kvæmar og hleypidómalausar rannsóknir leitt í ljós, að
áhrif tunglsins á veðráttuna er alveg hverfandi. — Engin
tilraun hefur heldur verið gerð til þess að sýna, með hvaða
hætti örlitlar breytingar á »flóðmagni« tunglsins megni að
koma af stað svo stórfeldum hreyfingum í hafi og lofti,
sem af þeim eiga að leiða. Þar vantar alveg brú á milli.
Höf. tilfærir sem stoð undir kenningar sínar, að sænski
veðurfræðingurinn N. Ekholm hefur látið þá skoðun uppi,
að á tímabilinu 1000—1400 hafi verið óvenjumikill lagnað-
arís í Eystrasalti. Ekholm álítur, að þetta stafi af því, að
Golfstraumurinn hafi þá verið veikari eða lagst vestar en
nú og hafi því Eystrasalt orðið kaldara, en hafið milli Græn-
lands og íslands heitara og veðrátta þar mildari.1) Þetta
er þó í beinni mótsögn við skoðun Pettersson’s, sem aldrei
þreytist á því að sýna, hve slæm veðráttan var hér á 14.
öld og ennfremur: að veðráttan versnaði hér jafnframt
því sem verstu ísárin voru í Eystrasalti einmitt vegna þess,
að Golfstraumurinn og aðrir hafstraumar urðu þá sterkari
fyrir áhrif tunglsins. Án þess að hirða um þetta ósamræmi,
byggir höf. mikið á orðum Ekholms og fullyrðir, að á vík-
inga og söguöld hafi Irminger-straumurinn verið sterkari
en ella og hafi því bægt ís frá íslandi og brætt hann við
suðurodda Grænlands. Þess vegna var enginn hafís fyrir
Eystribygð um þær mundir.2 En svo þegar hámark flóð-
magnsins kemur um 1430 og allir straumar eiga að færast
í aukana, þá bregður svo kynlega við, að Irminger-straum-
1) Climatic variations in historic and prehistoric time, by
O. Pettersson Svenska hydrografisk-biologiska kommissionens Skrifter
H. V. Göteborg 1914, bls. 21.
2) Clim. variations 1914, bls. 8.