Skírnir - 01.01.1926, Síða 146
136
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
[Skírnir-
fremur lágt, en ásótt mjög, og vötnin svo þúsundum:
skiftir, enda má fara svo að segja um þvert og endi-
langt Finnland á bátum. Granításarnir og jökulurð-
irnar eru allar þaktar þéttum barrskógi, svo hefur verið frá
öndverðu og sér enn lítt högg á skóginum til að sjá, þótt
víða geymi hann nú blómlega akra og töðuvelli. Fyrir
ströndunum er litlu minni fjöldi eyja og skerja en vötn
eru í landinu, og teygir skerjagarður þessi fingur sina hálfa
leið til Svíþjóðar, þar sem eru Álandseyjar vestur undan
Ábo í Suður-Finnlandi, og þennan veg hafa sænsku vík-
ingarnir eflaust siglt, er þeir herjuðu í Austurveg og námu
finska skerjagarðinn og ströndina upp af, hvenær sem það
hefir verið. Um það eru nokkuð skiftar skoðanir, því ekki
fara sögur af Svíum í landinu fyr en á 12. öld, en forn-
fræðingar og málfræðingar þykjast þó geta fært sönnur á,.
að Svíar hafi búið á ströndum landsins (a. m. k. i Austur-
botni) alt frá upphafi timatals vors og jafnvel fyr (sbr. T.
E. Karsten: Ur Ortnamnens historia. Ymer 1924, bls. 335—45).
En um sama leyti hafa og Finnar verið seztir í landið
að áliti þessara manna, og er þó alt þoku hulið um upp-
haf þeirra þar. Svo mikið er þó víst, að Finnar eru í önd-
verðu komnir austan og sunnan úr Rússlandi, þar sem for-
feður þeirra eða náfrændur hafa búið á sléttunum við Volga
um 200 árum fyrir Krists burð. Verður þetta ráðið af tungu
þeirra, sem er eitthvert hið merkasta mál í finsk-ugTÍska
málflokkinum. Ætlað er, að þjóð sú, er í öndverðu talaði
það mál, hafi einmitt átt heimkynni sitt við Volga eða í
skógunum norður af Kákasus1), — en hvað sem því líður,
þá eru nú þjóðflokkar þessir dreifðir frá Úralfjöllum í austri
til Finnlands og Ungverjalands í vestri. Finnar og Ung-
verjar eru þannig frændþjóðir og má kalla þá lauka ættar-
sinnar, því að þeir einir hafa verið teknir í tölu menning-
arþjóða, þar sem allar aðrar frændþjóðir þeirra eru ment-
unarsnauðar og lúta erlendum höfðingjum (Rússum), nema.
smáþjóðirnar Eistur og Líflendingar við Eystrasall sunnan:
1) Sbr. Finsk-ugrische Sprachwissenschaft, bls. 17.