Skírnir - 01.01.1926, Page 147
Skírnir]
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
137
Kirjálabotns, er nú eru frjálsar að nafninu til eftir stríðið,.
hvort sem þeim endist nú aldur til að rétta úr bóndabeygju
þeirri, sem þær enn sitja í fjárhagslega.
En þótt sagan sé fáorð um frumbýlinga Finnlands, —
fornrit vor minnast að vísu ofurlítið á Kvæni, Bjarma og
Kirjála, sem alt hafa verið finskar þjóðir, — þá má mikið
ráða um menningu, siðu og þjóðareinkenni Finna af kvæð-
um þeim, er frá ómunatíð hafa lifað á vörum þjóðarinnar,.
og safnað var á fyrstu tugum síðustu aldar af Elias Lönnrot
og birt 1835 undir nafninu Kalevala. Þau kvæði eru skugg-
sjá, er sýna líf og hugsunarhátt Finna eins og hvorttveggja
var á síðustu öldum heiðni í landinu, og bera vott um
allmikla og einkennilega menningu. Þau sýna, að þjóðin
var í þann veginn að hætta hjarðmensku og taka upp akur-
yrkju; menn sviðu skógana og færðu sig um set, þegar
akrarnir báru ekki lengur ávöxt. Veiðiskapur var og stund-
aður og einföld skiftaverzlun var rekin við strendurnar.
Heimilislífið var á háu stigi og húsfreyjan höfð í heiðri.
Þræla . höfðu menn hertekna og héldu vel. Ættunum réðu
ættarhöfðingjar, er höfðu forystu, ef ófrið bar að höndum,
en konunga höfðu Finnar enga og eiginlega var mest vald
lagt í hendur heimilisföðurnum, sem dæmdi öll mál eftir
gömlum erfðavenjum, er menn hlýddu sem lögum.
Trúarbrögð Finna voru einkennileg, mild og mannúð-
leg 0g þó jafnframt því dularfull og myrk. Allar grann-
þjóðirnar hafa óttast Finna fyrir galdra þeirra og gjörninga.
— I fornritum vorum er oft minst á Finna og fjölkyngi
þeirra, en þess ber vel að gæta, að þar er átt við Lappa.
En þessi máttugu fræði þeirra Finnanna minna ósjálf-
rátt á kenningu Jóhannesarguðspjalls, því þeir trúðu, eins.
°g þar stendur, að orðið væri upphaf alls, — fyrir töfra-
mátt þess væri heimurinn skapaður. Að þekkja þetta orð*
var upphaf vizkunnar og þeim, er hafði það á valdi sínu^
var í raun og veru gefið alt vald á himni og jörð.
ý- 011 náttúran, — jörðin, trén, steinarnir, vötnin og dýr-
in’ voru andar í álögum, maðurinn einn var frjáls
yrir orðið oggat haft vald alls. Hann var engumhá.ður nema