Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 149
Skírnir] Þjóðernisbarátta Finnlendinga. 139
Þó eiga þeir þjóðfræði töluverð, þar á meðal mjög fögur
þjóðlög.
Það hefur lengi verið talið, að Finnar væru Mongólar
að kyni og mun tunga þeirra hafa átt mikinn þátt í þeirri
ættfærslu. En því má ekki gleyma, að tungurnar eru oft
óglögt mark um ætterni manna, eins og dæmi Frakka sýnir
og sannar, enda vilja þeir sjálfir sumir hverjir a. m. k., ekki
heyra þessa ættfærslu og víst er um það, að sé hún sönn,
þá hljóta þeir að vera talsvert blandaðir öðrum stofni.
Svipur og þjóðareinkenni eru nokkuð mismunandi í ýmsurn
landshlutum. Sameiginleg einkenni eru helzt: meðalvöxtur,
nokkuð breitt andlit og kinnbeinahátt, jafnar kinnar, augun
eru stundum ofurlítið skásett, hörundsliturinn er fölur, stund-
um ívið gulleitur. En þar sem Tavastar, er búa um mið-
bik landsins, eru flestir Ijósir á hár með blágrá augu, þá
eru Karelar, eða Kirjálar, sem búa austur undir landamær-
um alt frá Ladoga til nyðra Austurbotns, dökkir á brún og
brá. Tavastar eru og meiri vexti og riðvaxnari en Kirjálar,
sem eru grannvaxnari og lægri.
Eitt af því sem ég tók fljótt eftir, er ég heyrði Finna
tala finsku, sem ég annars ekki skildi eitt orð af, var það,
hve margt í framburði þeirra minti á íslenzkan framburð.
Mesta líkingin sprettur af því, að þeir leggja áherzluna á
fyrsta atkvæði orðanna eins og við, og af þessu leiðir aftur
ilíkingu í ýmsum smáatriðum, sem oflangt og leiðinlegt
yrði hér upp að telja.1) En ég get þessa af því, að það
er eftirtektarvert, hve mjög eðlisfari þeirra og þjóðareinkenn-
um að sumu leyti svipar til þess, er við þekkjum svo vel af
sjálfum okkur. Eflaust stafar þetta að nokkru leyti af því, að
■báðar þjóðir eru bændaþjóðir og hafa átt við örðugan hag að
búa öldum saman, þótt ólík hafi annars verið lífskjörin. En
Finnum er svo lýst, að þeir séu seigir og þolgóðir í raun,
en líka einþykkir og þrjózkir, ef því er að skifta. Finninn
'er seinn á sér, athugar sinn gang eins og Grímur meðhjálp-
1) Þess má geta til samanburðar, að Finnar tala mál, sem
aítið hefur bróyzt síðan þeir komu fyrst til Finnlands, og íslendingar
skilja enn kvæði frá 9. og 10. öld.