Skírnir - 01.01.1926, Síða 151
Skírnir]
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
141
um um síðustu aldamót (Finnland í 19de Seklet), og sú
lýsing á víst heima um þjóðina, a. m. k. almúgann, enn í
dag. — Annars eru Tavastar, sem eru kjarni þjóðarinnar,
orðlagðir fyrir dugnað sinn og áreiðanleik, eigi síður en
afturhaldssemi og þrályndi. Tavastinn er fámáll, en fast-
máll, og nýtur virðingar allra. Ólíkur honum er hinn
hvikuli Kirjáli. Hann er vinnumaður enginn, en heldur
gefinn fyrir flökt, hann er kaupahéðinn og málskrafsmaður
mikill og þykir lítt treystandi orðutn hans. En skemtilegri
er hann miklu og viðkynnilegri en þurdrumbarnir í Tavast-
landi, enda er hann vel gefinn: fæddur skáld, og honutn
ber heiðurinn af því að hafa varðveitt frá gleymsku hin
finsku þjóðkvæði, og hefur ekki fallið ryð á þau í meðferð
hans. Búmenn þykja Kirjálar frekar fyrirhyggjulitlir og
þar var í gamla daga alltítt, að heilar fjölskyldur fóru á
vonarvöl og settust upp hjá þeim, sem nokkuð höfðu að
bíta og brenna, eins og ekkert væri um að vera. Voru
gestir þessir kallaðir »innhýsingar« og var eigi amast við
þeim, jafnvel þótt blanda þyrfti berki í brauðið til að fylla
magana.
Austbotningar hafa orð á sér fyrir það að vera
allra manna skapbráðastir og lausust höndin til hnífsins,
»puukko«, sem hefur blóði litað marga brúðkaupsnótt í
sveitum. En annars tíðkast puukko-inn um alt Finnland
og er hið skæðasta vopn, því að oft rennur Finnanum í
skap, einkum þegar hann er við vín, en það kemur ósjaldan
fyrir, þótt landið sé bannland, og mun íslendingum skiljast
það. Það er satt, þótt sorglegt sé, að naumast líður svo
dagur, að ekki sé getið fleiri eða færri hnífstungna i blöð-
unum.-------
Árið 1157 fóru Svíar hina fyrstu krossferð til Finnlands,
og fóru svo leikar að lokum eftir nærri hálfa aðra öld
(1293), að Finnar tóku við kristni og gáfust undir yfirráð
Svía, sem voru höfðingjar landsins þar til það að lokum
að fullu og öllu féll í hendur Rússum (1809). Með kristninni
og síðar með siðbótinni færðu Svíar Finnum auk þess sína
frjálslegu sænsku löggjöf og veittu þeim talsverða sjálf-