Skírnir - 01.01.1926, Page 152
142
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
[Skírnir
'stjórn. Má segja með sanni, að Svíar hafi alið upp í Finn-
um þann frelsisanda, er þeim er eiginlegur eins og öllum
öðrum Norðurlandaþjóðum, og má nærri geta, hver munur
mundi vera á þjóðinni nú, ef hún hefði orðið fyrir áhrif-
unum austan að, verið kristnuð og kúguð af Rússum um
allar þessar aldir. Enda sýnir trygð Finna við Svía í öllum
þeim ófriðarhörmungum, sem yfir þá dundu þegar timar
liðu fram, eins og t. d. í ófriðnum mikla á dögum Karls
tólfta (1700—21), að þeir undu vel hag sínum og að ok
Svía var þeim annars léttbært. Þrátt fyrir það verður ekki
annað sagt, en að Svíar sætu yfir virðingu Finna í þeirra
eigin landi. Embættismenn voru, að undanskildum prestun-
um, sem auðvitað urðu að kunna finsku, allir sænskir og
sænskan var ríkismál og mál allra mentamanna, þótt eigi
væri henni troðið upp á almúgann. Engar ráðstafanir voru
gerðar til þess að veita þjóðinni tækifæri til mentunar á
sína eigin tungu. Háskólinn og skólar allir voru sænskir
undantekningarlaust, og hélzt það fyrirkomulag meira að
segja lengi eftir það, að Rússar höfðu tekið landið. Allir,
sem vildu mentast eða gerast þjónar rikisins, urðu því að
læra sænsku, og var það eigi neitt smáræðishaft á þá, er
höfðu finsku að móðurmáli, því svo þungt mál sem hún
er, — og um það geta menn gert sér nokkra hugmynd,
er menn heyra, að nafnorðin hafa 15 föll, og sagnirnar'
fjölda hátta og tíða, — þá er þó sænskan Finnum á ýmsa
lund erfiðari heldur en finskan Svíum. Afleiðingin af þessu
fyrirkomulagi var sú, að í byrjun 19. aldar var í landinu
alómentaður finskur almúgi og lítt mentaður sænskur, en
velmentuð sænskumælandi yfirstétt, sem bæði var af
sænskum og finskum ættum. Þrátt fyrir þetta var djúp
það, er staðfest var milli hinnar sænskumælandi yfirstéttar
og þjóðarinnar, minna en von var til og var það meðfram
af þvi, að alþýðan svaf sínum væra finska svefni undir
þykku brekáni fáfræði og mentunarleysis og sá því eigi
missmíði á fyrirkomulaginu. Á hinn bóginn taldi yfirstéttin
sig finnlenzka og vildi með engu móti vera sænsk, og
það var úr hennar hóp, að á fyrra hluta síðustu aldar