Skírnir - 01.01.1926, Síða 153
Skirnir] Þjóðernisbarátta Finnlendinga. 143'
íóru að heyrast raddir um, að eittðvað þyrfti að gera til
þess að brúa þessa gjá í þjóðfélaginu, raddir, sem að lokum
tókst að vekja þjóðina af svefni hennar. — Þessir fyrstu
sænskumælandi »Fennomanar« hugsuðu raunar meira um
að reyna að kynna sér tungu, siðu og hinn nývaknaða
skáldskap finsku þjóðarinnar, heldur en þeim dytti í hug
að reyna að lyfta henni og menta. — Langt fram yfir
aldamótin 1800 var naumast um neinar bókmentir á finsku
að ræða, aðrar en biblíuþýðingu þá, er Michael Agricola
biskup (1508—57) gerði 1548. Hafði hann þar með lagt
fyrsta grundvöll bókmáls og menta meðal Finna. Hann var
annars Finnum það sem Guðbrandur biskup Þorláksson
var oss: sá þeim fyrir nauðsynlegum guðsorðabókum'
á finsku auk biblíunnar. En þegar þessi rit eru talin og
nokkur fræðirit um búnað og þess háttar frá 17. og 18.
öld, þá er upptalið. Það voru þeir sænsku Finnlendingar-
nir Porthan (um 1766) og einkum Zachris Topelius eldri
(f 1831), faðir skáldsins, sem allir þekkja af Sögum her-
læknisins, sem fyrst hófu að safna og bentu á gildi þjóð-
kvæðanna finsku, er Finnar kalla runoja eða rúnir, og
orðið hafa fræg um víða veröld, líkt og Hómer og Eddu-
kvæðin. Þá voru þau fáum kunn og lifðu einungis á vörum
kvæðamannanna í Karelen eins og þeir höfðu lært þau af
feðrum sínum, þar sem þeir sátu við furueldinn, róandi
sér fram og aftur með samankræktum höndunum og kváðust
á. — En það var Finninn Elías Lönnrot (1802—83), sem
safnaði þessum þjóðkvæðum til fulls, eins og ég gat um
áður, og glæddi með því mjög þjóðarmeðvitund Finna. —
En gleðin var eigi að síður almenn meðal sænsku-
mælandi mentaðra manna. Þeir voru stoltir af þjóðinni,
sem hafði skapað þetta meistaraverk, þeir vildu teljast til
hennar og raddir fóru jafnvef að: heyrast um það, að menn
ættu að leggja niður sænskuna, eins og gamalt fat, en
taka upp mál þjóðarinnar. Á þessum tímum eru þjóðskáldin
J. L. Runeberg og Z. Topelius uppi, þeir menn, sem borið
hafa nafn Finnlands lengst út um heim og skapað hafa hug-
myndir þær, sem vér íslendingar höfum um Finna og Finnland