Skírnir - 01.01.1926, Page 154
144
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
[Skírnir
»Jag lást om Finnlands sista krig, och áven jag ár
F i n n e « segir Runeberg, þegar hann kemur til gamla Stáls
og biður hann að segja sér sögur úr ófriðnum — í upp-
hafi kvæðaflokksins »Fánrik Stáls ságner«. í verkum þeirra
finnum við aðeins ást á landi og þjóð í heild sinni, en
greinarmun á sænskum og finskum Finnlendingum gera
þeir ekki. Þeir eru í raun og veru báðir finskir í anda
og vilja vera það, og sést það meðal annars á því, að
Runeberg beindi broddunum móti sænskum áhrifum í ádeilu-
greinum þeim, er hann skrifaði um beztu verk samtíðar-
manna sinna í Svíþjóð, t. d. Tegnérs.
Þessi finska hreifing óx nú brátt, er Finnum sjálfum
óx fiskur um hrygg. Einkum varð stjórnmálamaðurinn T. W.
Snellmann(1806—81) óþreytandi og óvægur spámaður þess-
arar stefnu. Hugsjón hans var: »ein þjóð og ein tunga í
einu og sama landi«. Þessu boðorði yrði sænska yfirstéttin
að lúta, og vildi hún eiga tilveru í landinu, þá yrði hún
að fórna sinni sænsku tungu á altari föðurlandsástarinnar
og taka upp finsku. Þessa kenningu sína boðaði hann í
bókum og blöðum, er hann tók að gefa út um 1844, bæði
á sænsku og finsku, og var sannarlega ekki að furða, þótt
sumum sænskumælandi mönnum þætti það hart lögmál, þó
að lítt yrði fyrst um svör af þeirra hálfu. Meðal þeirra, er í
raun og veru voru á sömu skoðun og Snellman, en þótti
hann fara alt of geyst, var sjálfur Z. Topelius, er þá var
ritstjóri »Helsingfors Tidningar«, eins stærsta blaðs landsins.
1863 varð J. W. Snellman meðlimur ráðsins (Senatet) og
kom því þá til leiðar, að finsku var gert jafn hátt undir
höfði og sænsku í þeim hlutum Iandsins, þar sem finska
var töluð, þótt sænskan héldi áfram að vera ríkismál eins
og áður.
Þetta var fyrsti sigurinn í málstreitu Finna, fyrsta
stigið til þess að láta finskuna ná rétti sínum gagnvart
sænsku, og verður ekki annað sagt, en það væri sanngjarnt
í alla staði. En það var ekki nóg, það var í raun og veru
aðeins byrjunin. Enda verður baráttan nú mjög hörð milli
»Fennomananna« og »Svecomananna« eða Svíavina, er