Skírnir - 01.01.1926, Síða 155
SkírnirJ Þjóðernisbarátta Finnlendinga. 145
nú fyrst koma fram á sjónarsviðið. Því Svíar sáu nú, að
dagar þeirra mundu brátt taldir í landinu, ef þeir hefðust
ekkert að til að sporna við því, að Finnar fengju að gera
stefnuskrá Snellmanns að veruleika. Þeir fundu það nú,
þegar á átti að herða, að kröfurnar og alt hjalið urn að
fórna tungu og þjóðerni fyrir föðurlandið, gat ekki komið
til nokkurra mála. Þeir bentu Snellmann á það, að þrátt
fyrir allar kenningar hans um eina og sömu þjóð og tungu
í sama landi, þá hefði drotni almáttugum sýnst annað, er
hann setti á 4. hundrað þús. Svía niður á ströndum og
útskerjum Finnlands. Þetta þjóðarbrot hefði sama rétt til
lífsins og landsins sem Finnar, þótt þeir væru fjölmennari.
Um sama leyti tóku sænskir mentamenn að gefa meiri gaum
hinum sænska almúga, er til þessa hafði verið mjög van-
ræktur, enginn hafði hugsað um hann sökum kappsins, sem
allir höfðu lagt á að kynnast hinum finska. Við þessar
rannsóknir kom margt upp úr kafinu, og menn sannfærðust
um, að hér var merkilegt brot af sænskum stofni, sem
varðveitt hafði margar fornlegar mállýzkur, sagnir og
þjóðkvæði, en þó einkum þjóðlög (sbr. ritsafnið Nyland
útg. af Nyl. nation). Má segja, að baráttan hafi að þessu
leyti orðið til mikils góðs, og henni mega Finnlendingar
óbeinlínis þakka það, að þeir eiga nú þjóðfræðinga bæði
finska og sænska, sem standa flestum eða öllum á sporði í
sinni fræðigrein (folklore) og hafa jafnvel rutt nýjar
brautir (Kaarle Krohn). — Eftir harða baráttu milli 1870
og 80 vann finskan þó það á, að hún varð viðurkend jafn-
rétthá sænskunni, en allir embættismenn ríkisins voru skyld-
aðir til að kunna bæði málin.
Þá var talið að 58,30°/0 af öllum íbúum Finnlands væri
finskumælandi, en 38,20°/0 sænskumælandi og máttu Svi-
ar þvi una vel við málalokin. En síðan hefur sænsku-
mælandi mönnum eigi fjölgað að sama skapi og Finn-
um, svo að nú er talið að naumast sé meira en 12,5%
sænskra Finnlendinga í landinu og fer þeim stöðugt fækk-
andi. Þrátt fyrir það heldur sænska ennþá jafnrétti við
finsku í orði kveðnu, að minsta kosti. Sem dæmi þess, að
10