Skírnir - 01.01.1926, Side 157
Skirnir] Þjóðernisbarátta Finnlendinga. 147
Akademi), mest að hvötum stúdenta, til þess að vernda
sænskt mál og þjóðerni í landinu. Þessum skóla er siðan
haldið við af samskotum og fjárframlögum einstakra manna.
En rétt á eftir tóku Finnar sig til og stofnuðu þar finskan
háskóla á sama hátt og þótti Svíum þetta lítt þarft og
heldur gert af óþokka við sig. — Ábo var höfuðstaður
landsins að fornu og miðstöð sænskrar menningar. Þar var
sænskur háskóli til 1827, en þá brann bærinn, og allar opin-
berar stofnanir voru fluttar til Helsingfors.
Vér íslendingar höfum Iengi haft þá skoðun, að vér
séum tungumálamenn miklir, og má það til sanns vegar
færa, ef vér berum oss saman við Englendinga t. d., sem
allflestir kunna aðeins móðurmál sit. En berum vér oss
saman við Finnlendinga, verður lítið úr kunnáttu vorri. Auk
sænsku og finsku, sem eru sjálfsagðar, talar hver sæmilega
mentaður maður reiprennandi þýzku, og margir eru slark-
færir í ensku og frönsku. Enskunám fer þar mjög í vöxt.
Hér við bættist í gamla daga rússneska, en að vísu lásu
flestir hana í skólanum með þeim góða ásetningi að týna
henni jafnskjótt og prófi væri lokið, ef það voru þá ekki
samantekin ráð alls skólans að vanrækja hana einnig með öllu
til prófs. Þrátt fyrir það skildu menn og töluðu rússnesku
allalment, en einkum austur í landinu, þar sem hún er
algeng enn i dag. — Því miður er ekki örgrant um, að
líku máli gegni nú um móðurmálin tvö. Margir Finnar
kvarta undan því, að þurfa að læra sænsku, og þótt þeir
lesi hana öll skólaárin, vilja framfarirnar verða misjafnar.
Ég þekti finska stúlku á háskólanum, er kvaðst hafa lesið
sænsku í 7 ár og átti hún þó allerfitt með að tala hana. Þeir
færa fram sömu rök sem íslendingum hefur verið tamt
að tefla fram móti dönskunámi hér: sænskan sé smáþjóð-
ar mál og miklu nær sé að læra mál einhverrar stórþjóðar-
innar, t. d. þýzku eða ensku. Þeir hafa þeim mun meira til
síns máls en íslendingar, sem þeim er jafnerfitt eða jafnvel
erfiðara að læra sænsku en t. d. ensku. En þeir, sem halda
þessu fram, gæta þess ekki, að þótt Norðurlönd megi sín
ekki mikils gangvart stórveldunum í pólitískum efnum, þá
10*