Skírnir - 01.01.1926, Side 158
148
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
[Skírnir
eru þau alls ekki smáveldi á sviði andans, því að þar má
heita að þau starfi með óskiftum kröftum. Það er því alls
ekki lítils virði að standa í nánu menningarsambandi við
Svía, sem að líkindum eiga þjóðlegasta menningu allra
Norðurlandaþjóða.
Á hinn bóginn lesa sænskumælandi Finnlendingar
finsku naumast með glöðu geði, þótt þeir nauðbeygðir
kynnu] að vilja auka hana í skólum sínum. — Þeim er
tamt að bregða Finnum um einstrengingsskap og stífni,
þeir vilji aldrei tala annað en finsku, þótt þeir vel geti.
Ég verð að segja fyrir mig, að ég varð þessa alls einu sinni
lítið eitt var: »Hur ar ni sá okunnig att ni kan inte finska?«
sagði maður við mig, þegar ég svaraði honum á sænsku og
kvaðst ekki skilja finsku, en hann hélt auðvitað að ég væri
sænskur Finnlendingur. En það er sagt, að austur í Viborg
hafi það getað komið fyrir, að Finnar vildu heldur grípa til
rússnesku, þótt lítt væri þeim um hana gefið, heldur en
tala sænsku við fólk, sem ekki skildi finsku. —
Meðal þess, er sænsku mælandi menn lá Finnum og
henda gaman að, er orðasmíð þeirra. Þeim er óljúft eigi
síður en oss að fylla mál sitt erlendum orðum, þótt evrópsk
sé kölluð, og kjósa heldur að smíða sér nýyrði, sem geta
verið upp og ofan eins og gengur. Ég reyndi að leiða
sænskum kunningjum mínum fyrir sjónir, að lítið málskrúð
væri að sumum frönsku og þýsku tökuorðunum þeirra, en
þeir vildu auðvitað ekki sannfærast.
En þótt þjóðernisbaráttan komi ef til vill hvað skýrast
fram sem málstreita, þá birtist hún og á mörgum öðrum
sviðum, eins og til dæmis í því, hvernig þjóðirnar í land-
inu skiftast í pólitíska flokka. Finnland er auðvitað fyrst
og fremst landbúnaðarland, og um síðustu aldamót var
talið, að 71,2°/0 þjóðarinnar stundaði búskap eða skyldar
atvinnugreinar. En næstur í röð atvinnuveganna kom iðn-
aðurinn með 11,1 °/0. En iðnaðurinn er ung atvinnugrein
þar sem víðar: á tuttugu árum frá 1887—1907 fjölgaði
vinnustöðvum um 63% og verkamönnum um 195%, en
brúttovirði framleiðslunnar jókst um 323°/0. Mest af iðn-