Skírnir - 01.01.1926, Side 160
150
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
[Skirnir
Eitt af því, sem vakið hefur talsverðan ugg meðal
sænskra Finnlendinga, er það, að ekki er nóg með að Finnar
hafi flykst til bæjanna við strendurnar á síðari árum, heldur
hafa og orðið talsverð brögð að flutningi þeirra til sænskra
sveita, þar sem fátækir bændur hafa neyðst til að selja
jarðir sínar. Á þennan hátt hafa sænsku sveitirnar gengið
nokkuð saman. Móti þessu hafa mentaðir sænskir menn
barist með oddi og egg, eins og t. d. A. Mörne, er ég gat
í upphafi.
Yfir höfuð má segja, að ekki skorti æsingar á báðar
hliðar nú, og hefur svo verið alt af síðan Finnar vöknuðu,
einkum þegar þjóðirnar fengu næði til að hugsa um eitt-
hvað annað en það að leggjast báðar á eitt gegn óvininum
mikla í austri. Sænskir Finnlendingar reyna á allar lundir
að varðveita þjóðerni sitt bæði með því að neyta eigin
orku til hins ýtrasta og svo með hinu, að treysta bandið, sem
frá fornu fari tengir þá við móðurlandið Svíþjóð. Sumir
vilja hafa sjálfstæði fyrir sig innan finska ríkisins á svip-
aðan hátt og Álendingar fengu, og þykir Finnum það eigi
holl kenning fyrir ríkisheildina, enda er ekki líklegt, að
úr því verði.
Einn af sögufræðingum þeirra, B. Estlander, líkir sam-
bandi þeirra við Rússa við sviga, eða innskotssetningu, í
sögunni. Sú innskotssetning skýrir ýmislegt, fyrst og fremst
það, að sambandið við Rússa var ómögulegt. En eftir svig-
ann vill hann, að tekið sé þar til máls sem fyr var frá
horfið, það er að segja, að Finnland verði að halla sér
eins og áður að Svíþjóð og norrænni menningu. Aftur á
móti leggja sumir Finnar meiri áherzlu á að efla samvinnu
og vinfengi allra finskra þjóða, þótt lítils styrks sé raunar
að vænta af Eistum og Líflendingum, og reyna að standa
á eigin fótum í skjóli stórveldanna.
Þrátt fyrir alt, sem skilur Finna og sænska Finnlendinga,
er hitt þó kannske fleira, sem tengir þá. Þarna hafa þeir
búið saman frá alda öðli, blandað blóði og hugum að lík-
indum meir en þeir gera sér glöggva grein fyrir sjálfir eða
vilja viðurkenna. Þeir hafa barist undir sama merki og