Skírnir - 01.01.1926, Page 161
Skírnir]
Þjóðernisbarálta Finnlendinga.
151
varið land sitt á liðnum öldurn og nú siðast í frelsisstríðinu,
þar sem Finnar og Svíar undir forustu sænska herforingjans
Mannerheims unnu sigur á erlendum kúgurum og innlendum,
æstum skríl. Og enn sameinast þeir um finska fánann til
þess að verja föðurlandið; óvíða mun betra liði á að skipa en
sjálfboðaliði því, er þeir hafa komið sér upp utan hins
lögákveðna hers. Þeir vita líka, hvað þeir mega bjóða sér.
Þegar þeir ræða um landvörn sína og komast að þeirri
niðurstöðu, að heldur muni verða gisnar fylkingar sínar móti
herskörum þeim, er rússneska ríkið getur teflt á móti þeim,
þá segja þeir rólegir: »Já, en við megum ekki gleyma því,
að okkar hermenn eiga að vera og eru hraustari en allir
aðrir.« Enn þá iifir sama þolið og seiglan, sem Runeberg
iýsir svo vel í kvæðinu um Svein Dúfu, eða sem kemur
fram hjá finska hlauparanum Paavo Nurmi, sem lengi hefur
skotið mestu hlaupagikkjum veraldar aftur fyrir sig. Og þótt
seiglan sé einkum eignuð Finnum, þá hafa sænskir landar
þeirra ekki síður þótt liðgengir í mannraunum.
En það er ekki aðeins landið og sameiginlegur ótti,
sem bindur þá saman, þeir eiga og sameiginlega sögu og
bókmentir að miklu leyti. Runeberg er eigi einungis skáld
sænska þjóðarbrotsins, heldur miklu fremur skáld alls Finn-
lands, beggja þjóða. Á hans dögum hnitmiðuðu menn ekki
merkinguna í orðunum »Finnlánning« og »Finne«, eins og
nú er títt. Kvæði hans »Fánriks Stáls Ságner« eru báðum
þjóðunum jafnkær og hafa fyrir löngu verið þýdd á finsku,
og minning hans hefur, síðan hann dó 6. maí 1877, verið
haldin hátíðleg bæði af Finnum og sænskum Finnlendingum.
Á Runebergs-deginum 5. febrúar ár hvert er það siður
stúdenta og fulltrúa frá opinberum stofnunum beggja þjóð-
anna að safnast að minningarstoð hans, sem við það tæki-
færi er varin grænum greni- og furugreinum og vafurlogum,
til þess að hylla hann með hinum sömu ættjarðarsöngvum,
er hann kvað bezta til lands og þjóðar. Þetta er — og var þó
á dögum Rússaveldisins miklu fremur — sannkölluð þjóðhá-
tíð, enda var Rússum svo illa við hana, að þeirbönnuðu hana.
Það kom þó fyrir ekki, því að þá héldu menn hana í hús-