Skírnir - 01.01.1926, Síða 162
152
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
|Skirnir
um inni og hvert heimili var uppljómað til heiðurs skáldinu,
en til angurs og ásteytingar kúgurunum, sem komu sér þó
ekki að því, að raska heimilisfriðnum í svo stórum stíl.
Á svipaðan hátt telja sænskir Finnlendingar sér meist-
araverk þau, er Finnar hafa skapað; enda eru þau þýdd á
sænsku jafnóðum, alveg eins og sænsk rit eru þýdd á
finsku. Svo er t. d. um skáldritið »Sjö bræður« eftir finska
skáldið A. Kiwi. Það er svo snildarleg lýsing á finskum
bændum, að fáar þjóðir munu eiga aðrar eins, hvað þá
betri, enda hefur bókin orðið heimsfræg. Þá má ekki gleyma
Kalevala. Þeim kvæðum hafa Finnar helgað 28. dag febrúar
og halda þann dag hátíðlegan á svipaðan hátt og Rune-
bergs-daginn.
Það er því vonandi, að Finnar og Svíar beri enn gæfu
til að búa saman í friði um langan aldur í landinu. Og
það er líka áreiðanlega vilji og ásetningur allra gætnari
manna beggja þjóðanna, þótt blaðamenn og lýðskrumarar
spari ekki stór orð og hnæfileg á báða bóga.
Lega landsins er svo háskaleg, að það hlýtur að
verða eilíft þrætuepli vestrænnar og austrænnar menn-
ingar. Um stundarsakir bar harðstjórnin rússneska að vísu
hærra skjöld: Þeir deyddu holdið, en andann gátu þeir
ekki bugað, sökum þess hve áhrifin frá Svíþjóð, frá
sænskri menningu, voru sterk. Þetta fundu Rússar líka
og beindu skeytum sínum því helzt í þá átt. — 1918 átti
þjóðin völ á því að kasta sér í faðm austrænnar ómenn-
ingar og hafa frið, eða standa fast við fornar venjur og
gerast vörður vestrænu menningarinnar gegn flóðöldum
rússneskrar og asíatískrar byltingar, sem Vesturlönd eiga
vísan skell af fyr eða síðar. Valið var sannarlega ekki
auðvelt þegar þess er gætt, að grannar þeirra, þeir er
bjuggu í skjóli þeirra, treystust eigi að gefa upp hlutleysi
sitt og veita þeim lið, er mest lá við. Þeir sáu, að þeir
urðu að standa einir i baráttunni, sem var háð upp á líf og
dauða. En þeir völdu þó hina frjálslegu norrænu menn-
ingu og stríðið. Því er það, að sænska þjóðarbrotið i
Finnlandi hefur mjög mikið og veglegt hlutverk að ínna