Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 163
Skírnir 1
Þjóðernisbarátta Finnlendinga.
153
af hendi, en það er: að vera hlekkur í festi þeirri, er
tengja skal finsku þjóðina við Norðurlönd. Meðan sá hlekk-
ur heldur eru norrænu ríkin 5 á Norðurlöndum. En bresti
hann, þá getur heldur brugðið til beggja vona um örlög
Finnlands og hlutverk þess á Norðurlöndum.
Sonatorrek. Orðið torrek er mjög sjaldgæft í fornritum og
mun það ekki finnast í óbundnu máli nema í Heimskringlu og
Gulaþingslögum, einu sinni í hvoru ritinu. »Furðu mikit torrek lætr
faðir þinn sér at, er ek tók vist nökkura frá honum í vetr« (Heimskr.,
Kh. 1911, bls. 40). »Ef maðr er stolinn fé sínu ok sér hann manna
forveg i frá liggja, þá skal hann ganga eptir héraðsmönnum sínum
ok lýsa sínu torreki« (Gþl. k. 255). Þar að auki keniur orðið t o r-
r æ k i fyrir á einum stað (Bisk. s. I., bls. 699) og er það sömu merk-
ingar sem torrek. í skáldskap finnst orðið aðeins i vísu eptir Sig-
hvat Þórðarson (»várt torrek lízk verra«) og svo í fyrirsögninni fyr-
ir hinu nafnkunna kvæði Egils.
Öllum hefir komið saman um að torrek merki skaða, tilfinn-
anlegt tjón, mikinn missi.
Sú er og vafalaust merking orðsins í Heimskr,, Gulaþl. og í vísu
Sighvats. En mjer virðist augljóst, að það sje ekki frummerkingin.
Hún hygg jeg að finnist í kvæðisheitinu Sonatorrek og að þar
sje torrek = torrekin (torsótt) hefnd. Síðari hluti orðsins er
myndaður af sögninni að reka, sem í fornu máli er margsinnis
höfð í merkingunni að hefna, eins og raunar enn i dag (t. d. í
máltækinu ud reka harma sinna).
Allir vita, að mannhefndir voru fornmönuum sáluhjálparatriði.
Og Egill Skallagrímsson var ekki öðrum mönnum sáttfúsari. Hann
hefði ekki lagzt í rekkju, ef synir hans hefðu verið vopnum vegnir.
En þeir höfðu orðið að hníga fyrir æðra valdi, sem hann náði ekki
til. Þess vegna lagði sonamissirinn hann flatan. Hann varð nær
vitstola af þeirri þjáning, að geta ekki hefnt þeirra. Því segir
hann í Sonatorreki: »Hroða vábræðr | ef viða mættak [ fórk ægis j
andvigr mani«. Og enn: »En ek ekki | eiga þóttumk | sakar afl |
við sonar bana. | Alþjóðu | fyr augum verðr | gamals þegns | gengi-
leysi«. Honum tjáði ekki að hyggja á hefndir. Og þá sá hann
enga aðra leið til þess að svæfa harm sinn, en að yrkja. Hefndir
hefðu verið honum kærkomnara og sjálfsagðara heilsulyf, en þó
tók hann að »hressast, svá sem fram leið at yrkja kvæðit«. Sona
hans var þó ekki með öllu óhefnt, og þess vegna valdi hann erfi-
kvæðinu um þá það einkennilega nafn, sem það hefir siðan borið.
Mjer þykir líklegt, að Egill hafi myndað orðið torrek við þetta
tækifæri. Síðar hefir merking þess færzt nokkuð til, en þó ,á eðli-
legan hátt (torsótt hefnd, torbætt tjón, þungbær missir). Á. P.