Skírnir - 01.01.1926, Page 165
Skírnir]
Skíðaferð suður Sprengisand.
155
snjódyngjum, og er hún þó á Suðurlandi og aðeins 320 m.
yfir sjávarfleti. Hinsvegar er t. d. flatneskjan sunnan und-
ir Arnarfelli 500—600 m. yfir sjávarmáli og virtist mjer
því engin hætta á, að við mundum eigi hafa nógan snjó
á suðurleiðinni.
Við lögðum því af stað frá Akureyri samdægurs sem
við komum þangað. Farangri okkar ljetum við aka á
vagni, en sjálfir vorum við fótgangandi og var förinni heit-
ið að Saurbæ um kvöldið. Klukkan var orðin 2lk e. h.,
þá er við komumst af stað. Leysing var mikil og varð því
færðin þung bæði okkur og hestunum, sem vagninn drógu.
Þá er við vorum komnir h. u. b. 15 km. áleiðis frá Akureyri
gafst einn hesturinn upp og urðum við því að fá nýjan hest
ljeðan á einum bænum. Eptir það hjeldum við áfram, en
ferðin sóttist seint og náðum við ekki háttum að Saurbæ.
En sjera Gunnar Benediktsson og kona hans klæddust í
snatri og veittu okkur hinar ágætustu viðtökur.
Þá er við sátuin að kvöldverði, gat sjera Gunnar þess,
að einmitt þann dag væru liðin tvö ár síðan Steingrímur
læknir Matthiasson hefði gist þar og hefði hann þá ætlað
sjer að fara á skiðum suður til Reykjavíkur, en orðið að
snúa við eptir nokkra daga vegna snjóleysis. Þetta þótti
okkur kynleg tilviljun! Skyldi fara eins fyrir okkur? Sjera
Gunnar leit þó á málið eins og við. Snjóalög hlytu að vera
ærin uppi í óbyggðum, við gætum haldið fram ferðinni
þeirra hluta vegna.
Daginn eftir, sunnudaginn hinn 15. marz, ætl-
uðum við fram að Tjörnum, en þá var 3° hiti, hlákurigning
og hvassviðri mikið af útsuðri. Ljetum við því fyrirberast
þar sem við vorum komnir, enda var ófærðin nú orðin
svo mikil, að hvorki menn nje hestar hefðu komist langt
áleiðis. Við vorum um daginn við kirkju hjá sjera Gunnari
og var þar fjöldi fólks þrátt fyrir ófærðina.
Aðfaranótt mánudagsins gerði frost, og gátum við því
lagt af stað um morguninn. En með því að jörð var auð,
urðum við að flytja farangur okkar á 4 hestum, en ganga
sjálfir. Sjera Gunnar hafði átt fult í fangi með að fá ljeða